Samfélagsmiðlastjarna drepin í beinni útsendingu

Poppkúltúr | 16. maí 2025

Samfélagsmiðlastjarna drepin í beinni útsendingu

Ung mexíkönsk samfélagsmiðlastjarna var skotin til bana þegar hún var að ræða við þúsundir fylgjenda sinna í beinni útsendingu á TikTok á þriðjudag.

Samfélagsmiðlastjarna drepin í beinni útsendingu

Poppkúltúr | 16. maí 2025

Valeria Marquez var 23 ára gömul.
Valeria Marquez var 23 ára gömul. Skjáskot/Instagram

Ung mexíkönsk samfélagsmiðlastjarna var skotin til bana þegar hún var að ræða við þúsundir fylgjenda sinna í beinni útsendingu á TikTok á þriðjudag.

Ung mexíkönsk samfélagsmiðlastjarna var skotin til bana þegar hún var að ræða við þúsundir fylgjenda sinna í beinni útsendingu á TikTok á þriðjudag.

Hin 23 ára gamla Valeria Marquez var stödd á vinnustaðnum sínum, snyrtistofu í borginni Zapopan í Mexíkó, þegar maður, vopnaður byssu, gekk inn á stofuna, miðaði skotvopninu að henni og tók í gikkinn.

Marquez, sem var afar vinsæll áhrifavaldur og með yfir 113 þúsund fylgjendur á TikTok, lést samstundis.

„Halló, ertu Valeria?“

Upptaka af árásinni, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, sýnir Marquez sitja við borð á snyrtistofunni með bleikt tuskudýr í fanginu.

Hún heyrist segja: „Hann er að koma.“

Rödd karlmanns heyrist þá segja: „Halló, ertu Valeria?“ Og hún svarar: „Já.“

Á því augnabliki slekkur Marquez á hljóðnemanum og nokkrum sekúndum síðar er hún skotin til bana.

Maðurinn sést ekki í myndbandinu.

Enginn grunaður

Saksóknaraembættið í borginni hefur engan grunaðan um verknaðinn að svo stöddu.

Rannsókn á dauða Marquez fer fram samkvæmt verklagsreglum um kvenmorð - morð á konum og stúlkum af kynbundnum ástæðum, en slíkum glæpum hefur farið ört fjölgandi í Mexíkó síðastliðin ár.

 

mbl.is