Fyrirsætan og stílistinn Tinna Bergsdóttir á von á barni með unnusta sínum og tónlistarmanninum Chilli Jesson.
Fyrirsætan og stílistinn Tinna Bergsdóttir á von á barni með unnusta sínum og tónlistarmanninum Chilli Jesson.
Fyrirsætan og stílistinn Tinna Bergsdóttir á von á barni með unnusta sínum og tónlistarmanninum Chilli Jesson.
Hún greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.
„Eitthvað fallegt hefur verið að gerast síðustu mánuði. Ég missti uppáhaldsmanneskjuna mína í lok mars en mun eignast nýtt uppáhald í október á þessu ári. Að syrgja móður mína á meðan ég verð móðir sjálf hefur verið villt en fallegt ferðalag. Að einhverju leyti finnst mér ég vera að fá hluta af móður minni aftur í arma mína með þessum engli. Lífið er fallegt,“ skrifar hún á Facebook.
Tinna hefur verið búsett í Lundúnum undanfarin ár þar sem hún starfar sem fyrirsæta og stílisti. Hún hefur starfað sem fyrirsæta síðan hún var 19 ára gömul.
Fjölskylduvefurinn óskar Tinnu og Chilli til hamingju með lífið!