Yuval Raphael, fulltrúi Ísraels í Eurovision, hvetur Íslendinga til þess að kjósa framlag sitt í úrslitakeppni söngvakeppninnar í kvöld og gerir hún það á íslensku.
Yuval Raphael, fulltrúi Ísraels í Eurovision, hvetur Íslendinga til þess að kjósa framlag sitt í úrslitakeppni söngvakeppninnar í kvöld og gerir hún það á íslensku.
Yuval Raphael, fulltrúi Ísraels í Eurovision, hvetur Íslendinga til þess að kjósa framlag sitt í úrslitakeppni söngvakeppninnar í kvöld og gerir hún það á íslensku.
„Hæ, allir saman kjósið New Day Will Rise,“ segir söngkonan í myndskeiði á YouTube-rásinni „Vote New Day Will Rise“.
Þar má finna yfir 80 myndskeið þar sem Raphael hvetur fólk til að kjósa framlag sitt í söngvakeppninni á ólíkum tungumálum. Hefur hún meðal annars birt myndskeið á þýsku, grísku, ítölsku og pólsku.
Ísrael er spáð ágætu gengi í úrslitakeppninni í kvöld en veðbankar spá landinu í 7. sæti. Þátttaka landsins í Eurovision hefur verið umdeild vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa. Einhverjir hafa kallað eftir því að Ísland sniðgangi keppnina vegna þátttöku Ísraela.
Nokkuð bar á á síðustu æfingunni fyrir seinna kvöld undankeppninnar á fimmtudag þegar sex manns trufluðu flutning Raphael. Hópurinn er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og haldið uppi fána Palestínu.