Rífandi stemning í Eurovision-veislum víða

Eurovision | 17. maí 2025

Rífandi stemning í Eurovision-veislum víða

VÆB-bræður stigu ekki feilspor á sviðinu í Jakobshalle í Basel í Sviss í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í kvöld.

Rífandi stemning í Eurovision-veislum víða

Eurovision | 17. maí 2025

VÆB-bræður stigu ekki feilspor á sviðinu í Jakobshalle í Basel í Sviss í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í kvöld.

VÆB-bræður stigu ekki feilspor á sviðinu í Jakobshalle í Basel í Sviss í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í kvöld.

Landsmenn eru stemningamenn og Eurovision-veislum hefur verið slegið upp víða.

Í Hannesarholti í miðborginni hefur verið mikið stuð í kvöld. Arnheiður Vala Magnúsdóttir, rekstrarstjóri veitingastaðarins, á von á því að það muni aðeins aukast með kvöldinu og standa langt fram eftir kvöldi og nóttu.

Mikið stuð er í Hannesarholti.
Mikið stuð er í Hannesarholti. mbl.is/Hákon

Nilli og Gunnar Smári lýsa keppninni

Skemmtikraftarnir Níels „Nilli“ Girerd og Gunnar Smári stýra veislunni í Hannesarholti. Þeir lýsa keppninni sjálfri og þá verða skemmtiatriði í auglýsingahléum keppninnar, meðal annars pub quiz. Að keppni lokinni verður svo slegið upp Eurovision-kareoke-partýi.

Vala segir nokkra Eurovision-sérfræðinga vera á staðnum, gesti klædda í takt við tilefnið – glimmer áberandi og kynnarnir í smóking.

Nilli og Gunnar Smári stýra gleðinni.
Nilli og Gunnar Smári stýra gleðinni. mbl.is/Hákon

Stebbi og Eyfi í Nínu-búningunum

„Stebbi og Eyvi heiðra okkur með nærveru sinni í kvöld. Þeir eru hérna í Nínu-búningunum á sviðinu,“ segir Vala og vísar til gína sem klæddar eru þannig á sviðinu.

„Við erum bara hér að gleðjast og njóta. Svo styrkjum við félagið Ísland-Palestína en félagið fær hluta af aðgangseyrinum í kvöld.“

mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is