Fimm faldar perlur í Evrópu

Sumarið | 18. maí 2025

Fimm faldar perlur í Evrópu

Sumarið er fram undan og eru margir að skoða ferðalög um meginland Evrópu, þar sem yfirleitt er hægt að stóla á sólríka daga, enda óhætt að segja að Evrópa blómstri á sumrin. En sumir fallegir staðir verða yfirfullir af túristum yfir háannatímann og er því ekki úr vegi að hafa augun opin fyrir öðrum stöðum sem eru minna þekktir, en þeir geta verið alveg jafn skemmtilegir.

Fimm faldar perlur í Evrópu

Sumarið | 18. maí 2025

Meginland Evrópu fer í fallegan búning á vorin og sumrin.
Meginland Evrópu fer í fallegan búning á vorin og sumrin. Ljósmynd/Unsplash/Le Sixième Rêve

Sumarið er fram undan og eru margir að skoða ferðalög um meginland Evrópu, þar sem yfirleitt er hægt að stóla á sólríka daga, enda óhætt að segja að Evrópa blómstri á sumrin. En sumir fallegir staðir verða yfirfullir af túristum yfir háannatímann og er því ekki úr vegi að hafa augun opin fyrir öðrum stöðum sem eru minna þekktir, en þeir geta verið alveg jafn skemmtilegir.

Sumarið er fram undan og eru margir að skoða ferðalög um meginland Evrópu, þar sem yfirleitt er hægt að stóla á sólríka daga, enda óhætt að segja að Evrópa blómstri á sumrin. En sumir fallegir staðir verða yfirfullir af túristum yfir háannatímann og er því ekki úr vegi að hafa augun opin fyrir öðrum stöðum sem eru minna þekktir, en þeir geta verið alveg jafn skemmtilegir.

Rovinj

Króatía virðist verða vinsælli með hverju árinu sem áfangastaður, þá bæði meginlandið og eyjarnar. Norðarlega í landinu er borgin Rovinj sem liggur við sjó og einkennist af klassískum króatískum stíl, sem hefur haldist þar í áranna rás. Í Rovinj er mikið af huggulegum hótelum, og mörg þeirra bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir Adríahafið. Borgin er í þriggja tíma fjarlægð frá höfuðborg Króatíu en einnig er hægt að sigla að henni, frá Feneyjum, og tekur það jafn langan tíma, um þrjár klukkustundir.

Rovinj liggur nánast í heilan hring og er því hægt …
Rovinj liggur nánast í heilan hring og er því hægt að sjá bæði stórkostlega fallegar sólarupprásir og sólsetur. Ljósmynd/Unsplash/Vlado Sestan

Bieszczhady

Þessi staður er fyrir þá ævintýragjörnu. Bieszczady-fjallgarðurinn er staðsettur syðst í Póllandi og er greið leið að honum frá borginni Kraká. Fjallgarðurinn er óumdeilanlega gullfallegur en þar er svo mikið af gönguleiðum að ekki er hægt að komast yfir að prófa þær allar í einni ferð. Þar er svo sannarlega hægt að njóta friðsæls andrúmslofts og hlusta á fuglasöng. Við fjallgarðinn eru nokkur lítil þorp og fjölskyldurekin hótel, og einnig er hægt að tjalda á svæðinu.

Bieszczady-fjallgarðurinn er ein best geymda fjallgönguperla heimsálfunnar, en bæði er …
Bieszczady-fjallgarðurinn er ein best geymda fjallgönguperla heimsálfunnar, en bæði er hægt að finna gönguleiðir fyrir byrjendur og lengra komna. Ljósmynd/Unsplash/Marek Piwnicki

Strassborg

Borgina Strassborg þekkja margir en hún er samt sem áður leynd perla þar sem hún er talin vera ein allra fallegasta borg Evrópu, en sleppur samt við það að yfirfyllast af túristum á sumrin. Borgin er einnig sérstök vegna þýskra og franskra áhrifa, en hún er í Frakklandi, uppi við landamæri Þýskalands og er það áin Rín sem skilur löndin að. Matarmenningin er því skemmtilega blönduð og dregur fólk að allan ársins hring, ásamt rólegu andrúmslofti borgarinnar.

Það er dásamlegt að ganga meðfram Rín á góðu sumarkvöldi og velja sér veitingastað til að enda daginn á, og er um ansi marga slíka að velja.

Strassborg hefur haldið frönskum og þýskum sjarma sínum í gegnum …
Strassborg hefur haldið frönskum og þýskum sjarma sínum í gegnum árin og skartar sínu fegursta á sumrin. Ljósmynd/Unsplash/Hugues de Buyer-Mimeure

Kusadasi

Meðfram strandlengju Tyrklands er hægt að finna þó nokkrar ósnertar perlur; þorp, bæi og borgir. Meðal þeirra er strandbærinn Kusadasi en hann er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Bodrum og einnig er hann afar nálægt grísku eyjunni Samos.

Bærinn býður upp á gullfallegan tæran sjó, í eyjahafi Miðjarðarhafsins og eru þar bæði sand- og klettastrendur. Þar eru líka litríkir veitingastaðir sem iða af lífi á kvöldin og hægt er að smakka ferskan tyrkneskan sjávarréttamat. Fyrir söguþyrsta er tilvalið að gera sér dagamun og skoða hina forngrísku borg Ephesus, en hún er í um hálftíma fjarlægð frá miðbæ Kusadasi.

Kusadasi er gamalt sjávarþorp sem hefur stækkað með árunum og …
Kusadasi er gamalt sjávarþorp sem hefur stækkað með árunum og er þar mikið af krúttlegum litlum ströndum. Ljósmynd/Unsplash/Nick Night

Mostar

Borgin Mostar í suðurhluta Bosníu og Hersegóvínu er eins og klippt úr málverki. Borgin er passlega stór en þar búa í kringum 100 til 200 þúsund manns. Hún þykir búa yfir miklum sjarma en hún er bæði sögurík og svo er stórbrotin náttúra hvert sem litið er.

Meðfram borginni liggja há fjöll, svo að hitinn fer oft yfir þrjátíu gráður, en þá er vinsælt að kæla sig niður í ánni Neretva sem liggur í gegnum Mostar, og þeir sem eru hugrakkir geta hoppað í ánna, af Gömlu-brúnni, sem er um 24 metra há.

Hér er Gamla-brúin í Mostar en borgin býður upp á …
Hér er Gamla-brúin í Mostar en borgin býður upp á margt, meðal annars dásamlegan miðbæ. Ljósmynd/Unsplash/Gamze Teoman
mbl.is