Felix Bergsson er á heimleið eftir sína síðustu Eurovision-ferð.
Felix Bergsson er á heimleið eftir sína síðustu Eurovision-ferð.
Felix Bergsson er á heimleið eftir sína síðustu Eurovision-ferð.
Þessu greinir Felix frá á Facebook en hann er nú staddur í Dusseldorf á leið heim frá Basel í Sviss.
„Þetta ferðalag hófst nefnilega í Dusseldorf árið 2011. Þá voru listamennirnir hæfileikafólkið í Vinum Sjonna en þetta árið voru það gleðigjafarnir í VÆB. Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar,“ segir í færslu Felix.
Hann segir að það sem standi upp úr eftir öll þessi ár sé yndislega fólkið sem hann hefur kynnst. Hann ætlar á næstunni að skrifa um ævintýri sín og rifja upp minningar um hverja og eina ferð.
„Ég stíg nú frá borði, þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, en held áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu.“