67 ára og stal senunni í smóking

Rauði dregillinn | 19. maí 2025

67 ára og stal senunni í smóking

Það er óhætt að segja að bandaríska leikkonan Andie MacDowell hafi stolið senunni á rauða dreglinum í Cannes er hún mætti á frumsýningu hasarmyndarinnar Mission: Impossible – The Final Reckoning á þriðjudagskvöldið.

67 ára og stal senunni í smóking

Rauði dregillinn | 19. maí 2025

Svona vekur maður athygli!
Svona vekur maður athygli! Ljósmynd/AFP

Það er óhætt að segja að bandaríska leikkonan Andie MacDowell hafi stolið senunni á rauða dreglinum í Cannes er hún mætti á frumsýningu hasarmyndarinnar Mission: Impossible – The Final Reckoning á þriðjudagskvöldið.

Það er óhætt að segja að bandaríska leikkonan Andie MacDowell hafi stolið senunni á rauða dreglinum í Cannes er hún mætti á frumsýningu hasarmyndarinnar Mission: Impossible – The Final Reckoning á þriðjudagskvöldið.

MacDowell, sem er 67 ára og þekkt fyrir að klæðast gullfallegum síðkjólum á rauða dreglinum, steig út fyrir þægindarammann og skipti síðkjólnum út fyrir glæsilegan svartan smóking.

Leikkonan klæddist einnig hvítri skyrtu og var með stóra svarta slaufu um hálsinn, en sú setti punktinn yfir i-ið og fullkomnaði heildarútlitið.

Leikkonan var í essinu sínu!
Leikkonan var í essinu sínu! Ljósmynd/AFP

MacDowell, einna þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Four Weddings and a Funeral, Groundhog Day, Green Card og St. Elmo’s Fire, hefur lengi þótt ein fallegasta kona Hollywood, en leikkonan hefur ávallt leyft náttúrulegri fegurð sinni að skína og sömuleiðis leyft gráa hárinu að njóta sín, enda óhrædd við að eldast með reisn.

Andie MacDowell skein skært á rauða dreglinum.
Andie MacDowell skein skært á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

 

 

mbl.is