Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að í tillögunni verður lagt til að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem skuli rannsaka starfsemi þeirra réttarvörslu- og eftirlitsstofnana sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008.
Nefndin mun taka til umfjöllunar ákvarðanir embættis sérstaks saksóknara varðandi rannsóknir mála, m.a. um þvingunarráðstafanir, ákærur og niðurfellingu mála.
„Þá mun rannsóknarnefndin einnig fjalla um hvort starfsemi embættisins hafi verið í samræmi við lög og reglur og mun taka til athugunar störf annarra stofnanna og embættismanna, svo sem lögreglunnar, embættis ríkissaksóknara, Fjármálaeftirlitsins, samkeppniseftirlitsins, skattrannsóknarstjóra ríkisins og annarra réttarvörslu- og eftirlitsstofnanna.
Nefndinni verði heimilt, að því marki sem nauðsynlegt þykir, að láta rannsókn taka til atburða eftir að embætti sérstaks saksóknara var lagt niður eða gera tillögu um frekari rannsókn á slíkum atburðum. Hún mun skila Alþingi niðurstöðum og tillögum að úrbótum eigi síðar en ári frá skipun hennar,“ segir í tilkynningunni.
Þá er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur: „Ef réttarkerfið á að njóta trausts þarf það að vera undir eftirliti – og þegar efasemdir vakna um lögmæti beitingar valdsins, má hvorki stinga þeim undir teppið né treysta því að kerfið rannsaki sjálft sig.“