Björgvin Franz og Berglind hvort í sína áttina

Í sitthvora áttina | 20. maí 2025

Björgvin Franz og Berglind hvort í sína áttina

Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn Berglind Ólafsdóttir og leikarinn Björgvin Franz Gíslason hafa ákveðið að fara hvort sína leið eftir sextán ára hjónaband. Parið setti glæsilega 93 ferm­etra íbúð sína við Grensásveg á sölu, eins og greint var frá á Smartlandi í síðasta mánuði. 

Björgvin Franz og Berglind hvort í sína áttina

Í sitthvora áttina | 20. maí 2025

Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir.
Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir.

Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn Berglind Ólafsdóttir og leikarinn Björgvin Franz Gíslason hafa ákveðið að fara hvort sína leið eftir sextán ára hjónaband. Parið setti glæsilega 93 ferm­etra íbúð sína við Grensásveg á sölu, eins og greint var frá á Smartlandi í síðasta mánuði. 

Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn Berglind Ólafsdóttir og leikarinn Björgvin Franz Gíslason hafa ákveðið að fara hvort sína leið eftir sextán ára hjónaband. Parið setti glæsilega 93 ferm­etra íbúð sína við Grensásveg á sölu, eins og greint var frá á Smartlandi í síðasta mánuði. 

Vinsæll leikari og fyrirlesari 

Björgvin Franz er á meðal ástsælustu leikara Íslands en hann leikur eitt af aðalhlutverkunum í Ladda-sýningunni í Borgarleikhúsinu. Hann hefur á síðustu misserum slegið í gegn með innblásnum fyrirlestrum sínum um leiðir til að njóta lífsins þrátt fyrir miklar annir. 

Í viðtali við Völu Matt í sjónvarpsþættinum Ísland í dag árið 2024 ræddi hann opinskátt um það þegar hann var „korter í kulnun“ vegna vinnuálags og hvernig þau björguðu hjónabandinu.

Ræddi áskoranirnar í Mömmulífinu 

Berglind hefur einnig talað opinskátt um áskoranir sambandsins. Síðastliðinn nóvember opnaði hún sig í hlaðvarpinu Mömmulífið um hvernig parið hefði tekist á við alls kyns vandamál í gegnum tíðina.

„Hugsiði ykkur margar eldri kynslóðir, þá byrjaði fólk bara saman og það var bara saman alveg sama hvað og það var enginn að skilja á þessum tíma. Það bara heyrði til tíðinda ef einhver skildi. Í dag er 50% skilnaðartíðni og ég segi bara halelúja, getum við ekki bara valið að skilja ef ekkert annað virkar í staðinn fyrir að vera saman alveg sama hvað og vera svo bara brjáluð út í hvort annað?”

Smartland óskar Berglindi og Björg­vini Franz velfarnaðar í öldugangi lífsins! 

mbl.is