Denzel Washington reifst við ljósmyndara á rauða dreglinum

Poppkúltúr | 20. maí 2025

Denzel Washington reifst við ljósmyndara á rauða dreglinum

Leikaranum Denzel Washington lenti saman við ljósmyndara á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem nú fer fram í Frakklandi.

Denzel Washington reifst við ljósmyndara á rauða dreglinum

Poppkúltúr | 20. maí 2025

Leikarinn Denzel Washington varð eitthvað ósáttur við einn ljósmyndara á …
Leikarinn Denzel Washington varð eitthvað ósáttur við einn ljósmyndara á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þarna stendur hann við hlið rapparans Asap Rocky. Sameer AL-DOUMY / AFP

Leikaranum Denzel Washington lenti saman við ljósmyndara á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem nú fer fram í Frakklandi.

Leikaranum Denzel Washington lenti saman við ljósmyndara á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem nú fer fram í Frakklandi.

Washington, sem er sjötugur, gekk rauða dregilinn í gær fyrir frumsýningu kvikmyndar hans Highest 2 Lowest þegar hann fór að eiga í orðaskiptum við einn af fremstu ljósmyndurunum við dregillinn. 

Leikarinn gekk upp að ljósmyndaranum með útréttan vísifingur og virtist skammast í kauða.

Ljósmyndarinn brosti, hló og reyndi að létta andrúmsloftið með því að grípa í upphandlegg leikarans, sem fór öfugt ofan í Washington.

„Hættu, hættu, hættu,“ sagði Washington í sífellu þegar hann reif sig lausan og gekk í burtu.

Page Six

mbl.is