Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu.
Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu.
Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu.
Ef hraði landrissins helst svipaður og hann hefur verið síðustu vikur, má ætla að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar líða fer á haustið, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Breytingar á hraða landriss, og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi, geta þó haft áhrif á þetta mat.
Vísindamenn Veðurstofunnar halda áfram að endurskoða mögulega sviðsmyndir á þróun kvikusöfnunar í Svartsengi.
Jarðskjálftavirkni við kvikuganginn, sem myndaðist 1. apríl síðastliðinn, heldur áfram að dvína. Mest hefur hún verið syðst í ganginum, en hún hefur minnkað jafnt og þétt á undanförnum dögum. Skjálftavirkni á svæðinu við Fagradalsfjall hefur einnig farið minnkandi.
Hættumat hefur verið uppfært og helst óbreytt. Gildir það til 3.júní að öllu óbreyttu.