„Hvers á landsbyggðin að gjalda?“

Alþingi | 21. maí 2025

„Hvers á landsbyggðin að gjalda?“

Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins telur nokkuð víst að ef bikblæðingar væru sama vandamál á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni þá „væri allt brjálað“.

„Hvers á landsbyggðin að gjalda?“

Alþingi | 21. maí 2025

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins telur nokkuð víst að ef bikblæðingar væru sama vandamál á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni þá „væri allt brjálað“.

Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins telur nokkuð víst að ef bikblæðingar væru sama vandamál á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni þá „væri allt brjálað“.

Bikblæðingar hafa verið til vandræða víða á vegum landsins og þá sérstaklega í hitanum síðastliðna daga. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segir vegi víða illa farna og þá sérstaklega á Vesturlandi. 

Ingibjörg, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis, gerði bikblæðingar að umtalsefni í störfum þingsins fyrr í dag. 

Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður.
Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður. mbl.is/Karítas

Leggja til þrjá milljarða

Samkvæmt fjáraukalögum hefur verið ákveðið að leggja til þrjá milljarða til þess að bregðast við vandanum. Ingibjörg sagði í ræðustól Alþingis í dag að þessi upphæð sé aðeins dropi í hafið, þó hún sé vissulega betri en ekkert.

„Ég er örugg á því að ef sama staða væri uppi á höfuðborgarsvæðinu þá væri allt brjálað. Hvers vegna eru bikblæðingar bara á landsbyggðinni? Hvers á landsbyggðin að gjalda? Af hverju eru þessi síendurteknu plástrar þar? Hvers vegna eru bikblæðingar algengari á Íslandi en í öðrum löndum?“ 

Tími klæðninga er liðinn

Ingibjörg bendir á það að staðan sé langverst á Norðvesturlandi samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar.

Veltir Ingibjörg því fyrir sér hvort að ódýrustu aðferðirnar verði alltaf fyrir valinu á landsbyggðinni.

„Ódýrt er ekki alltaf best, ódýrt getur verið mjög dýrt. Af hverju er verið að leggja klæðningar á nýja vegi? Árið er ekki 1970 og tími klæðninga er liðinn, það er fáránlegt að þegar við erum ekki að pæla í snjóþyngslum og færð á vegum þá séum við að pæla í bikblæðingum.“

mbl.is