Saksóknarar í Frakklandi hafa farið fram á tíu ára dóm yfir aðalsakborningnum í vopnuðu ráni sem framið í París árið 2016 þar sem bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var fórnarlambið.
Saksóknarar í Frakklandi hafa farið fram á tíu ára dóm yfir aðalsakborningnum í vopnuðu ráni sem framið í París árið 2016 þar sem bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var fórnarlambið.
Saksóknarar í Frakklandi hafa farið fram á tíu ára dóm yfir aðalsakborningnum í vopnuðu ráni sem framið í París árið 2016 þar sem bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var fórnarlambið.
Aomar Ait Khedache er aðalsakborningur málsins. Hann hefur játað þáttöku í ráninu en þvertekur fyrir að hafa verið höfuðpaurinn. Þeir sem eru grunaðir í málinu eru flestir á sjötugs- og áttræðisaldri. Áætlað er að úrskurður verði kveðinn upp í málinu á föstudag.
„Af þeim tíu sem eru ákærðir lýsa átta yfir sakleysi sínu. Engu að síður tel ég þá alla vera seka,“ sagði Anne-Dominique Merville saksóknari í dómsal í morgun.
Kardashian bar vitni í málinu í síðustu viku. Stjarnan sagðist hafa óttast um líf sitt kvöldið örlagaríka. Mennirnir réðust grímuklæddir inn á hótelherbergi hennar, bundu saman hendur hennar og fætur, límdu fyrir munn hennar og komu henni fyrir í baðkari á meðan þeir létu greipar sópa í hótelherberginu og stálu verðmætum skartgripum.
Ránsfengurinn er metinn á 10 milljónir evra, um 1,3 milljarða íslenskra króna. Meirihluti þýfsins hefur aldrei fundist.