Útskriftarnemendur úr Hússtjórnarskólanum í Reykjavík klæddust glæsilegum íslenskum þjóðbúningum við útskrift úr skólanum í síðustu viku. Vani er að nemendur klæði sig upp á fyrir daginn en nemendur ákváðu að taka það skrefinu lengra að þessu sinni. Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum segir að hugmyndin hafi verið lengi á teikniborðinu.
Útskriftarnemendur úr Hússtjórnarskólanum í Reykjavík klæddust glæsilegum íslenskum þjóðbúningum við útskrift úr skólanum í síðustu viku. Vani er að nemendur klæði sig upp á fyrir daginn en nemendur ákváðu að taka það skrefinu lengra að þessu sinni. Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum segir að hugmyndin hafi verið lengi á teikniborðinu.
Útskriftarnemendur úr Hússtjórnarskólanum í Reykjavík klæddust glæsilegum íslenskum þjóðbúningum við útskrift úr skólanum í síðustu viku. Vani er að nemendur klæði sig upp á fyrir daginn en nemendur ákváðu að taka það skrefinu lengra að þessu sinni. Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum segir að hugmyndin hafi verið lengi á teikniborðinu.
Hvenær kom upp sú hugmynd að klæðast þjóðbúningum á útskriftinni?
„Hugmyndin kom upp alveg fyrir löngu í byrjun skólaársins og má því segja að þetta hafi verið búið að vera lengi í bígerð. Nemendurnir ákvaðu þetta alveg sjálfir þannig þetta var engan vegin hugmynd frá skólanum. Það hefur einn og einn verið að útskrifast í þjóðbúning en ekki allir í einu áður,“ segir Marta María.
Finnur þú almennt fyrir meiri áhuga á íslenska þjóðbúningnum?
„Já ég myndi segja það. Fólk var oft feimið við að nota íslensku þjóðbúningana en það hefur verið að sjást meira af þjóðbúningum nágrannalanda okkar á til dæmis samfélagsmiðlum. Í Noregi til dæmis Þá eru algjörar skvísur farnar að birta day in my life myndbönd á TikTok þar sem þær eru í sínum þjóðbúningum. Ég held að það auki áhugann á að nota okkar meira.“
Hvernig nálguðust nemendur búninga?
„Meirihlutinn leigði hjá Þjóðdansafélaginu en það kom mér á óvart hversu margir gátu fengið lánað frá fjölskyldunni, ömmum, frænkum og langömmum og hvað þeir leynast víða. Síðan var ein sem saumaði sinn eigin hjá Heimilisiðnaðarfélaginu.“
Marta María segir aðsókn í Hússtjórnarskólann haldast svipuð á milli ára. Mest sé pláss fyrir 24 manns í einu.
„Skólinn hefur alltaf lagt mikið upp úr sjálfbærni og áhuginn á því hefur bara verið að aukast, skólinn er fyrir alla þó að fólk hafi bara mikinn áhuga á að prjóna eða sauma og hvort sem þau vilja læra að elda ofan í sig eða aðra líka.“
Að útskrift lokinni gerðu nemendur sér glaðan dag meðal annars með skrúðgöngu niður í bæ og fögnuðu með drykk í Iðnó.