Dómur er væntanlegur í kvöld vegna Kardashian-ránsins, vopnaðs ráns sem framið var í París árið 2016 þar sem bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var fórnarlambið.
Dómur er væntanlegur í kvöld vegna Kardashian-ránsins, vopnaðs ráns sem framið var í París árið 2016 þar sem bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var fórnarlambið.
Dómur er væntanlegur í kvöld vegna Kardashian-ránsins, vopnaðs ráns sem framið var í París árið 2016 þar sem bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var fórnarlambið.
Níu karlar og ein kona voru ákærð fyrir ránið. Þar af er farið fram á 10 ára fangelsisvist, þyngsta mögulega dóminn í Frakklandi fyrir slíkt afbrot, yfir fjórum körlum sem sakaðir eru um að hafa framið sjálft ránið.
Ránsfengurinn er metinn á um 1,3 milljarða íslenskra króna og hefur meirihluti þýfsins aldrei fundist.
Einn þessara fjögurra manna er Aomar Ait Khedache, aðalsakborningur málsins sem er einnig sakaður um að hafa skipulagt ránið.
„Ég fyrirgef þér fyrir það sem hefur gerst en það breytir ekki tilfinningunum, áfallinu og hve mikið líf mitt breyttist,“ sagði Kardashian eftir að hafa fengið afsökunarbeiðni í bréfi frá Khedache.
„Ég trúi að allir eigi skilið annað tækifæri,“ bætti raunveruleikastjarnan við. Sjálf lauk hún nýlega prófi í lögfræði eftir sex ára nám.
Annar sakborningur í málinu, maður að nafni Yunice Abbas, skrifaði bók um ránið sem hann titlaði Ég rændi Kim Kardashian.
Í bókinni lýsir hann hvernig bakpokinn hans festist í dekkinu á reiðhjólinu sem hann notaði til að flýja vettvang. Hann hefði þá dottið og í flýti komið þýfinu af götunni aftur í bakpokann.
Í réttarhöldunum í apríl sagðist hann sjá eftir að hafa tekið þátt í ráninu. Þetta tiltekna rán hefði verið „einu ráni of mikið“ og „opnað augu“ hans fyrir misgjörðum sínum.
Kardashian sagði ránið hafa breytt sýn sinni á öryggismál. „Það breytti öryggistilfinningu minni heima hjá mér,“ sagði hún.
Eftir ránið hefði hún verið með allt að sex öryggisverði heima hjá sér öllum stundum.