Högni og Snæfríður flytja til Hollywood

Borgarferðir | 23. maí 2025

Högni og Snæfríður flytja til Hollywood

Tónskáldið og töframaðurinn Högni Egilsson og sambýliskona hans, leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir eru að flytja til Los Angeles í haust, ásamt dóttur þeirra Ísey, sem verður eins árs 25. júní. 

Högni og Snæfríður flytja til Hollywood

Borgarferðir | 23. maí 2025

Það er nóg um að vera hjá listaparinu Högna Egilssyni …
Það er nóg um að vera hjá listaparinu Högna Egilssyni og Snæfríði Ingvarsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Tónskáldið og töframaðurinn Högni Egilsson og sambýliskona hans, leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir eru að flytja til Los Angeles í haust, ásamt dóttur þeirra Ísey, sem verður eins árs 25. júní. 

Tónskáldið og töframaðurinn Högni Egilsson og sambýliskona hans, leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir eru að flytja til Los Angeles í haust, ásamt dóttur þeirra Ísey, sem verður eins árs 25. júní. 

„Þetta er bæði ævintýri og gott næsta skref,“ segir Högni sem mun hefja framhaldsnám á veglegum námsstyrk í klassískum tónsmíðum við Suður-Kaliforníu-háskóla (USC) en hann var á meðal fimm umsækjenda af 200 sem komust inn í námið. Skólinn er talinn einn sá virtasti á heimsvísu á sviði kvikmynda- og tónlistarmenntunar.

„Ég mun halda áfram að vinna að kvikmyndatónlist frá L.A., þar sem ég er nú þegar með verkefni í vinnslu, og við hlökkum öll ótrúlega til að kynnast borginni og listalífinu þar.“

Snæfríður hyggst einnig nýta tækifærið í kvikmyndaborginni rómuðu og ætlar að sækja námskeið í leiklist og handritagerð.

Spennandi tónleikar í Hörpu

Það er nóg af verkefnum á borði Högna sem nýlega kom heim frá Ástralíu þar sem hann vann að nýjustu stórmynd Baltasars Kormáks, APEX, en á meðal leikara í myndinni er m.a. Hollywood-stórstirnið Charlize Theron. 

Sunnudaginn 25. maí verður mikil tónleikaveisla í Hörpu, Prosodia, þegar Högni frumflytur ný verk í flutningi Hrafnkels Orra Egilssonar á selló og Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur á píanó.

„Verkið var samið á síðastliðiðnu hálfu ári og mun einnig verða gefið út á upptöku á næsta ári.“

Með Prosodiu kynnir Högni djarfar tónsmíðar sem fjalla um átök og andstæður fyrir aðdáendum sínum. 

Smartland óskar þeim velfarnaðar í þessum spennandi ævintýrum!

mbl.is