Kim Kardashian útskrifuð úr lögfræðinámi

Kardashian | 23. maí 2025

Kim Kardashian útskrifuð úr lögfræðinámi

Viðskiptakonan og raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian hefur loks lokið lögfræðinámi sínu eftir sex ára vegferð. Kardashian fagnaði árangrinum með athöfn í bakgarðinum, þar sem hún var eini nemandinn, og deildi því á Instagram.

Kim Kardashian útskrifuð úr lögfræðinámi

Kardashian | 23. maí 2025

Kim Kardashian hefur útskrifast sem lögfræðingur en þarf enn að …
Kim Kardashian hefur útskrifast sem lögfræðingur en þarf enn að ljúka prófi til að geta starfað sem slíkur. Skjáskot/Instagram

Viðskiptakonan og raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian hefur loks lokið lögfræðinámi sínu eftir sex ára vegferð. Kardashian fagnaði árangrinum með athöfn í bakgarðinum, þar sem hún var eini nemandinn, og deildi því á Instagram.

Viðskiptakonan og raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian hefur loks lokið lögfræðinámi sínu eftir sex ára vegferð. Kardashian fagnaði árangrinum með athöfn í bakgarðinum, þar sem hún var eini nemandinn, og deildi því á Instagram.

Eins og með svo margt sem hún tekur sér fyrir hendur fékk hún holskeflu athugasemda frá fylgjendum sínum sem gerðu grín að því hve langan tíma það tók hana að klára námið, en hefðbundið grunnnám í lögfræði er þrjú ár.

Einn leiðbeinenda hennar sagði við athöfnina að útskrift Kardashian hefði veitt einn mesta innblástur sem hann hefði orðið vitni að.

Aðeins nánustu vinir Kardashian og fjölskylda voru viðstaddir útskriftina.
Aðeins nánustu vinir Kardashian og fjölskylda voru viðstaddir útskriftina. Skjáskot/Instagram

Kardashian sótti ekki hefðbundið lögfræðinám en í Kaliforníu geta einstaklingar orðið lögfræðingar með því að ljúka fjögurra ára lögfræðistörfum (LOSP), einnig þekkt sem „lesa lögin“. Hún þarf hins vegar að ljúka prófi sem kallast Bar-próf (e. Bar Exam) til að iðka lögmannsstörf í fylkinu.

Faðir Kardashian var stjörnulögfræðingurinn Robert Kardashian, sem lést 2003 og er hvað þekktastur fyrir að vera í verjandateymi ruðningskappans O.J. Simpsons á tíunda áratugnum. Simpson var ákærður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpson, og vini hennar í júní 1994. Hann var sýknaður í málinu.

Undanfarin sex ár hefur Kardashian helgað um 18 klukkustundum á viku í laganám, eða allt í allt 5.000 klukkustundum. Allt þetta gerði Kardashian með fjögur börn, í viðskiptarekstri, að taka upp sjónvarpsþætti og með þátttöku í einstaka dómsmálum þegar hún talaði máli annarra.

Kardashian virðist ætla að feta í fótspor föður síns.
Kardashian virðist ætla að feta í fótspor föður síns. Skjáskot/Instagram

Daily Mail

mbl.is