Mat ráðuneytis á áhrifum veiðigjalds

Veiðigjöld | 23. maí 2025

Mat ráðuneytis á áhrifum veiðigjalds

Atvinnuvegaráðuneytið telur sérstaka ástæðu til að birta skjal sem inniheldur mat á áhrifum frumvarps um áætlaðar breytingar á innheimtu veiðigjalds fyrir útgerðir landsins. Er það gert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur vaknað vegna frumvarps Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Mat ráðuneytis á áhrifum veiðigjalds

Veiðigjöld | 23. maí 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sést hér mæla fyrir frumvarpi um …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sést hér mæla fyrir frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi. Morgunblaðið/Eggert

Atvinnuvegaráðuneytið telur sérstaka ástæðu til að birta skjal sem inniheldur mat á áhrifum frumvarps um áætlaðar breytingar á innheimtu veiðigjalds fyrir útgerðir landsins. Er það gert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur vaknað vegna frumvarps Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Atvinnuvegaráðuneytið telur sérstaka ástæðu til að birta skjal sem inniheldur mat á áhrifum frumvarps um áætlaðar breytingar á innheimtu veiðigjalds fyrir útgerðir landsins. Er það gert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur vaknað vegna frumvarps Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Þar segir að matið sýni að það veiðigjald sem 918 útgerðir greiddu árin 2023 og 2024 og það veiðigjald sem viðkomandi útgerð myndi greiða samkvæmt frumvarpi ráðherrans, þ.e. hversu mikið veiðigjald hvers fyrirtækis breytist samkvæmt frumvarpinu.

Sé tekið mið af árinu 2024 sýni yfirlitið eftirfarandi:

  • Af 918 útgerðum hækkar áætlað veiðigjald 16 fyrirtækja um meira en 100 miljónir króna.
  • Veiðigjald 27 útgerða hækkar á milli 10 og hundrað milljóna króna.
  • Veiðigjald 875 útgerða hækkar um minna en 10 milljónir króna, þar af hækkar gjaldið um minna en 5 milljónir króna hjá 864 útgerðum og minna en milljón hjá 792 útgerðum.

Ráðneytið áréttar að um áætlun sé að ræða og upplýsingar séu því gerðar með fyrirvara um villur.

mbl.is