Fimm stiga skjálfti fannst á Akranesi og Hellu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. maí 2025

Fimm stiga skjálfti fannst á Akranesi og Hellu

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg vestan við Eldey í hádeginu heldur áfram. Eftir yfirferð reyndist stærsti skjálftinn vera 5,1 að stærð kl. 14.21.

Fimm stiga skjálfti fannst á Akranesi og Hellu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. maí 2025

Veðurstofan segist hafa fengið tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist …
Veðurstofan segist hafa fengið tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist víða á Suður- og Vesturlandi, eða frá Akranesi að Hellu. Kort/Map.is

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg vestan við Eldey í hádeginu heldur áfram. Eftir yfirferð reyndist stærsti skjálftinn vera 5,1 að stærð kl. 14.21.

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg vestan við Eldey í hádeginu heldur áfram. Eftir yfirferð reyndist stærsti skjálftinn vera 5,1 að stærð kl. 14.21.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni, sem hefur fengið tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist víða á Suður- og Vesturlandi, eða frá Akranesi að Hellu.

Að minnsta kosti 160 skjálftar hafa mælst í hrinunni, þar af 18 sem eru um 3 að stærð eða stærri. Búast má við að hrinan haldi áfram, en ómögulegt er að segja hversu lengi.

Hrinur eru algengar á svæðinu. Krist­ín Elísa Guðmunds­dótt­ir, ann­ar nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir að skjálft­arn­ir séu lík­leg­ast vegna spennu­breyt­inga.

„Það er ekk­ert á af­lög­un­ar­mæl­un­um sem benda mikið til þess að þetta teng­ist elds­um­brot­un­um sem hafa verið á Reykja­nesskag­an­um,“ seg­ir Krist­ín Elsa við mbl.is.

„Það er langlík­leg­ast að þetta sé út af fleka­hreyf­ing­um en þess­ir skjálft­ar eru á svæðinu þar sem Evr­asíuflek­inn og Norður-Am­er­íkuflek­inn eru að fær­ast í sund­ur, þannig að við fáum oft jarðskjálfta­hrin­ur á þessu svæði.“

Ómögu­legt sé að segja til um hvort toppn­um sé náð í skjálfta­hrin­unni eða hversu lengi hún gæti staðið yfir, seg­ir Krist­ín.

Skjálftarnir eru vestur af Eldey.
Skjálftarnir eru vestur af Eldey. Ljósmynd/Páll Stefánsson
mbl.is