Prinsessan fór alla leið í lit sumarsins

Fatastíllinn | 24. maí 2025

Prinsessan fór alla leið í lit sumarsins

Katrín prinsessa af Wales klæddist aðallit sumarsins í sumarpartýi í Buckingham-höll á dögunum. Hún tók litinn alla leið og klæddist kjól með hatt í stíl eins og sönnu kóngafólki sæmir. 

Prinsessan fór alla leið í lit sumarsins

Fatastíllinn | 24. maí 2025

Smjörgulur blómahattur varð fyrir valinu í stíl við kjólinn.
Smjörgulur blómahattur varð fyrir valinu í stíl við kjólinn. AFP

Katrín prinsessa af Wales klæddist aðallit sumarsins í sumarpartýi í Buckingham-höll á dögunum. Hún tók litinn alla leið og klæddist kjól með hatt í stíl eins og sönnu kóngafólki sæmir. 

Katrín prinsessa af Wales klæddist aðallit sumarsins í sumarpartýi í Buckingham-höll á dögunum. Hún tók litinn alla leið og klæddist kjól með hatt í stíl eins og sönnu kóngafólki sæmir. 

Sniðið á kjólnum er í uppáhaldi hjá Katrínu. Hann líkist kápu á ýmsan hátt, efnið er þykkara en gengur og gerist í kokteilkjólum, ermarnar eru síðar og síddin nær rétt fyrir neðan hné.  Kjóllinn er í smjörgulum lit sem verður einn vinsælasti liturinn í sumar. 

Kjóllinn er frá fatahönnuðinum Emiliu Wickstead. Wickstead er frá Nýja-Sjálandi en höfuðstöðvar merkisins eru í Bretlandi. Kjóllinn hefur verið framleiddur í nokkrum litaútfærslum frá merkinu. 

Það eru fáir sem eiga jafn elegant kjólasafn og Katrín en stílistinn hennar virðist alltaf hitta naglann á höfuðið. Stílisti prinsessunnar, Natasha Archer, hefur starfað með Katrínu síðan árið 2007 og hóf fyrst störf sem aðstoðarkona hennar. Þær eru nánar vinkonur og samstarfsfélagar í dag.

Katrín er alltaf jafn elegant í klæðaburði.
Katrín er alltaf jafn elegant í klæðaburði. AFP
mbl.is