Komin með nýjan örfáum mánuðum eftir skilnað

Ást í Hollywood | 26. maí 2025

Komin með nýjan örfáum mánuðum eftir skilnað

Bandaríska leikkonan Jessica Alba, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Honey, Sin City og Fantastic Four, virðist vera komin yfir skilnaðinn við kvikmyndaframleiðandann Cash Warren ef marka má myndir sem náðust af henni í Lundúnum yfir helgina.

Komin með nýjan örfáum mánuðum eftir skilnað

Ást í Hollywood | 26. maí 2025

Jessica Alba.
Jessica Alba. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Jessica Alba, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Honey, Sin City og Fantastic Four, virðist vera komin yfir skilnaðinn við kvikmyndaframleiðandann Cash Warren ef marka má myndir sem náðust af henni í Lundúnum yfir helgina.

Bandaríska leikkonan Jessica Alba, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Honey, Sin City og Fantastic Four, virðist vera komin yfir skilnaðinn við kvikmyndaframleiðandann Cash Warren ef marka má myndir sem náðust af henni í Lundúnum yfir helgina.

Alba sem sótti um skilnað frá eiginmanni sínum til 17 ára í byrjun árs sást njóta dagsins ásamt ónefndum karlmanni í Regent Park á sunnudag.

Myndir sem birtust á vefsíðu breska fjölmiðilsins The Sun sýna Alba og hinn ónefna karlmann haldast í hendur er þau skoða náttúrufegurðina í almenningsgarðinum.

Alba og Warren kynntust á tökusetti kvikmyndarinnar Fantastic Four árið 2004 og gengu í hjónaband fjórum árum síðar. 

Ástæða skilnaðarins er óljós en heimildarmaður bandaríska slúðurvefsins TMZ sagði að hjónin hefðu einfaldlega þroskast hvort í sína áttina og að ástarblossinn hefði fjarað út.

Alba og Warren eiga saman þrjú börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 7 til 16 ára, Honor, Haven og Hayes.

mbl.is