Ragna Sigurðardóttir komin í veikindaleyfi

Meðganga | 26. maí 2025

Ragna Sigurðardóttir komin í veikindaleyfi

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, er komin í veikindaleyfi frá þingstörfum vegna meðgöngu.

Ragna Sigurðardóttir komin í veikindaleyfi

Meðganga | 26. maí 2025

Ragna Sigurðardóttir.
Ragna Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, er komin í veikindaleyfi frá þingstörfum vegna meðgöngu.

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, er komin í veikindaleyfi frá þingstörfum vegna meðgöngu.

Greindi hún frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Kæru vinir,

Ég er komin í veikindaleyfi frá þingstörfum vegna meðgöngunnar. Í minn stað er kominn frábær varaþingmaður, Sigurþóra Bergsdóttir, sem hefur tekið mitt sæti í velferðarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og á Alþingi.

Það hafa verið magnaðir fyrstu mánuðir á þingi - ég tel mig heppna og er þakklát fyrir tækifærið að sinna þingstörfum fyrir þjóðina. Nefndarstarfið hefur verið gefandi, áhugavert, lærdómsríkt og skemmtilegt - og starfið í þingsal Alþingis ekki síður áhugavert. Samstarfsfólkið mitt í þingflokki Samfylkingarinnar er í fremstu röð og samstarfið við þingmenn stjórnarflokkanna hefur verið frábært. Þá hef ég eignast vini úr öllum flokkum og mun sakna sætisfélaga minna í þingsal!

Ég hefði viljað fylgja öllum fimm málunum sem ég var framsögumaður fyrir í velferðarnefnd út úr nefnd og í aðra umræðu í þingsal en meðal annars vegna langra umræðna (og tafaleikja í sumum tilvikum) komust þau ekki öll að í tæka tíð. Ég vil þakka félögum mínum Kristjáni Þórði og Sigurþóru fyrir að flytja þau mál í minni fjarveru - og frábæru nefndasviði Alþingis fyrir alla aðstoð við undirbúning.

Nú er undirbúningur fyrir barnsburð framundan og stærsta nýja hlutverk okkar Árna í lífinu. Ég er gengin tæplega 33 vikur í dag og drengurinn sem á eftir að fæðast er því strax orðinn móðurbetrungur þar sem mamma hans fæddist eftir rúmlega 32 vikna meðgöngu. Markmiðið er að halda honum inni aðeins lengur – helst fulla meðgöngu – hlusta á líkamann, samdrættina og fara sér hægt.

Ég hlakka til hlutverksins framundan meðan ég þakka fyrir tækifærin síðustu mánuði til að hafa áhrif. Þar til næst!” skrifar Ragna fallega mynd af sér. 

mbl.is