Telur niður dagana í frumburðinn

Meðganga | 26. maí 2025

Telur niður dagana í frumburðinn

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir telur niður dagana, eða réttara sagt sekúndurnar, í frumburð hennar og sambýlismanns hennar, Hilmis Snæs Guðnasonar leikara, ef marka má gamansamt myndskeið sem hún birti í story á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.

Telur niður dagana í frumburðinn

Meðganga | 26. maí 2025

Vala Kristín heldur í húmorinn!
Vala Kristín heldur í húmorinn! Samsett mynd

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir telur niður dagana, eða réttara sagt sekúndurnar, í frumburð hennar og sambýlismanns hennar, Hilmis Snæs Guðnasonar leikara, ef marka má gamansamt myndskeið sem hún birti í story á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir telur niður dagana, eða réttara sagt sekúndurnar, í frumburð hennar og sambýlismanns hennar, Hilmis Snæs Guðnasonar leikara, ef marka má gamansamt myndskeið sem hún birti í story á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.

Leikaraparið greindi frá óléttunni á samfélagsmiðlum um miðjan desember og tilkynnti að von væri á stúlkubarni fyrr í þessum mánuði.

Í myndskeiðinu sést leikkonan, heldur mæðuleg á svip, ganga í áttina að World Class í Laugum, en þangað var hún án efa mætt til að hjálpa líkamanum að koma fæðingu af stað, enda geta léttar æfingar komið öllu af stað.

Vala Kristín er samkvæmt myndskeiðinu gengin 41 viku og einn dag og virðist vera meira en tilbúin að fá stúlkubarnið í fangið.

Leikkonan heldur þó í húmorinn og skrifar: „Gengin 27 ár, 41 viku og 1 dag.“

Smartland óskar Völu Kristínu góðs gengis á lokametrunum og vonar að næsta stopp verði fæðingardeildin!

mbl.is