Ástandið flókið í Sýrlandi

Sýrland | 27. maí 2025

Ástandið flókið í Sýrlandi

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir bráðabirgðastjórn Sýrlands mögulega ekki hafa verið tilbúna að taka við stjórninni í landinu öllu og í raun hafi hún ekki stjórn á því öllu í dag.

Ástandið flókið í Sýrlandi

Sýrland | 27. maí 2025

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir bráðabirgðastjórn Sýrlands mögulega ekki hafa verið tilbúna að taka við stjórninni í landinu öllu og í raun hafi hún ekki stjórn á því öllu í dag.

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir bráðabirgðastjórn Sýrlands mögulega ekki hafa verið tilbúna að taka við stjórninni í landinu öllu og í raun hafi hún ekki stjórn á því öllu í dag.

Í Dagmálum ræðir Erlingur m.a. blóðug átök í Sýrlandi og möguleikann á að stjórnin, sem tók við eftir fall Assads, falli á næstu vikum eins og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt.

Fleiri varað við falli Sýrlandsstjórnar

Ræðir Erlingur átök nálægt Miðjarðarhafsströndinni í Latakíu þar sem fleiri en þúsund manns féllu í mars sem og átök við Drúsa innanlands.

Hann segir Geir Pedersen, sérstakan sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, einnig hafa varað við falli stjórnarinnar, síðast í liðinni viku í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ástandið sé mjög flókið og eldfimt.

Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands í bráðabirgðarstjórninni.
Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands í bráðabirgðarstjórninni. AFP/Ludovic Marin
mbl.is