Mikilvægt að skjalla Donald Trump

Sýrland | 27. maí 2025

Mikilvægt að skjalla Donald Trump

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur er tiltölulega vongóður um að hagsmunir Tyrkja, Sádí-Araba, Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna fari saman og að komið verði á einhvers konar stöðugleika í Mið-Austurlöndum.

Mikilvægt að skjalla Donald Trump

Sýrland | 27. maí 2025

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur er tiltölulega vongóður um að hagsmunir Tyrkja, Sádí-Araba, Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna fari saman og að komið verði á einhvers konar stöðugleika í Mið-Austurlöndum.

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur er tiltölulega vongóður um að hagsmunir Tyrkja, Sádí-Araba, Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna fari saman og að komið verði á einhvers konar stöðugleika í Mið-Austurlöndum.

Erlingur ræddi við Dagmál um Sýrland, stöðuna í Mið-Austurlöndum, framtíðarhorfur og hvað Trump er líklegur til að ætla sér á svæðinu en Erlingur þekkir þar vel til.

Hindra að Íranir nái fyrri áhrifum

„Þar er rauði þráðurinn í gegn, sem öll þessi ríki eiga sameiginlegt, að hindra að Íranir nái aftur fyrri áhrifum í Sýrlandi og í gegnum Sýrland, áhrifum í Líbanon.“

Segir Erlingur að á næstu sex til tólf mánuðum hvernig takast muni til.

Ekki beint lykilmaður

Hann segir að þó Donald Trump verði ekki beint lykilmaður í að ná fram stöðugleika í Mið-Austurlöndum skilji allir mikilvægi þess að hafa hann með sér og að flestir leiðtogar heims viti hversu mikilvægt er að skjalla Donald Trump og leyfa honum að fá ákveðinn sigur.

„Ef hann skynjar að hann fái einhvers konar vegtyllu í gegnum sitt hlutverk að stilla til friðar þá held ég að það séu allra hagsmunir og að allir séu tilbúnir að leika þann leik gagnvart honum,“ segir Erlingur.

Sýrlenskir hermenn nærri Latakíu í Suður-Sýrlandi.
Sýrlenskir hermenn nærri Latakíu í Suður-Sýrlandi. AFP
mbl.is