Stórgallað veiðigjaldafrumvarp

Veiðigjöld | 27. maí 2025

Stórgallað veiðigjaldafrumvarp

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skiluðu í gærkvöld ítarlegri 167 síðna umsögn um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Fram kemur að SFS telur frumvarpið verulega gallað og varar við alvarlegum afleiðingum þess fyrir sjávarútveg, tengdar greinar, sveitarfélög og samfélagið í heild.

Stórgallað veiðigjaldafrumvarp

Veiðigjöld | 27. maí 2025

Umsögn Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS.
Umsögn Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skiluðu í gærkvöld ítarlegri 167 síðna umsögn um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Fram kemur að SFS telur frumvarpið verulega gallað og varar við alvarlegum afleiðingum þess fyrir sjávarútveg, tengdar greinar, sveitarfélög og samfélagið í heild.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skiluðu í gærkvöld ítarlegri 167 síðna umsögn um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Fram kemur að SFS telur frumvarpið verulega gallað og varar við alvarlegum afleiðingum þess fyrir sjávarútveg, tengdar greinar, sveitarfélög og samfélagið í heild.

„Frumvarp sem boðar ríflega tvöföldun á veiðigjaldi, án fyrirvara, án greininga, án samráðs við hagaðila og án nokkurs áhrifamats er beinlínis hættulegt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS í samtali við Morgunblaðið.

„Atvinnuveganefnd hefur þannig fengið frumvarp til umfjöllunar sem er haldið miklum ágöllum og það sem er jafnvel verra, þá er frumvarpið að koma allt of seint inn í þingið. Ég hygg að flestar innsendar umsagnir hafi að geyma gagnrýni á fyrirætlan frumvarpsins, í heild eða að hluta. Atvinnuveganefnd á því mikið og erfitt verk fyrir höndum.“

mbl.is