Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, fagnar því í dag að verslunin eigi 15 ára afmæli. Hún segir að það hafi margt gerst á þessum 15 árum og hún hafi gert mörg mistök sem hún hafi lært mikið af.
Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, fagnar því í dag að verslunin eigi 15 ára afmæli. Hún segir að það hafi margt gerst á þessum 15 árum og hún hafi gert mörg mistök sem hún hafi lært mikið af.
Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, fagnar því í dag að verslunin eigi 15 ára afmæli. Hún segir að það hafi margt gerst á þessum 15 árum og hún hafi gert mörg mistök sem hún hafi lært mikið af.
„25 ára gamla Tinna sem ákvað að búa til Hrím Hönnunarhús er bara virkilega stolt og meyr í dag núna 40 ára, 15 árum seinna. Hrím hönnunarhús er verslun sem ég opnaði fyrst á Akureyri 27. maí 2010. Ég var nýútskrifuð úr arkitektúr og langaði að gera eitthvað skapandi fyrst að atvinnumöguleikarnir á þessum tíma voru ansi litlir. Fékk Hrafnhildi vinkonu mína með mér í lið sem var með mér í arkitektúr í LHÍ. Sitthvor 250.000 kallinn í hlutafé og við fórum af stað að gera Hrím Hönnunarhús í gilinu. Verslun og vinnustofu. Hrím átti að vera verslun með íslenska hönnun og okkar framleiðslu. Umboðssala og engin lán tekin.
Bókhaldið skrifað í stílabók og leigan 25.000 kr. þar sem við deildum rýminu með fleira skapandi fólki. Svo fórum við í sitthvora áttina 2011. Hrafnhildur til LA og ég á Laugaveg 25.
Hrím Hönnunarhús opnaði ég 2012 á Laugavegi 25, þarna var ég skíthrædd um að geta borgað 20x hærri leigu. Hræðslan fór þó á einum degi og starfsfólk ráðið inn. Ég þurfti svo að taka ákvörðun um að vera „bara einhver búðarkona“ fara ekki aftur tilbaka í arkitektinn,“ segir Tinna í tilfinningaþrunginni færslu á félagsmiðlinum Facebook.
„Eini skólinn sem ég hef gengið í gegnum núna síðustu 15 ár er að gera mistök og læra af þeim. Segja já, taka áhættur og láta vaða og hafa gaman. Til að gera langa sögu stutta, þá er ég búin að opna og loka 7 Hrím verslunum. Mér finnst voðalega gaman að opna búð og er góð í því. 2022 stækkaði svo búðin í Kringlunni og er núna 288 fm. Stútfull af litríkum vörum sem ég vel inn og á besta stað.
Hrím er hönnunarhús sem ég bjó til, hús þar sem ég fæ að skapa og hanna. Í húsinu “býr” svo yndislegt starfsfólk. Ég hef verið svo heppin með starfsfólkið í húsinu því þau vinna svo vel saman og bera virðingu fyrir hvoru öðru og hafa metnað fyrir markmiðunum, við erum lítil fjölskylda. Það dýrmætasta.
Það er gaman en líka erfitt að stækka og þroskast. Á 15 árum er ég búin að ganga í gegnum slæmt höfuðhögg, skilnað, Covid og núna síðast brunann. Ég hef þurft að berjast fyrir Hrím með kjafti og klóm. Hér erum við í dag, sterkari og bjartsýn með næstu ár.
Því Tinna í Hrím er best þegar hún fær nóg grín,“ segir Tinna sem ætlar að fagna afmælinu í haust.
Smartland óskar Tinnu til hamingju með Hrím-afmælið!