Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir yfirlýsingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin muni aflétta viðskiptaþvingunum af Sýrlandi vera mjög mikilvæga.
Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir yfirlýsingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin muni aflétta viðskiptaþvingunum af Sýrlandi vera mjög mikilvæga.
Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir yfirlýsingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin muni aflétta viðskiptaþvingunum af Sýrlandi vera mjög mikilvæga.
Í Dagmálum á mbl.is segir hann teikn hafa verið á lofti um yfirlýsinguna og að þrýst hafi verið á Bandaríkjaforseta að stíga þetta skref, sérstaklega af Sádi-Arabíu. Þá hafi forsetinn lýst þessu yfir í heimsókn á svæðið.
„Bretar afléttu sínum viðskiptaþvingunum fyrir um mánuði síðan og Evrópusambandið tilkynnti um afléttingar í kjölfar yfirlýsingar Trumps.
Enduruppbygging í Sýrlandi og að koma einhvers konar stjórn þar á lappirnar, sem er verið að reyna að gera, gengur mjög erfiðlega ef það eru stífar viðskiptaþvinganir,“ segir Erlingur og útskýrir að ef einhver ætli að setja fjármagn í einhvers konar uppbyggingu í landinu þá gerist viðkomandi brotlegur við þvinganirnar, sem feli í sér ákveðna lagalega áhættu fyrir viðkomandi.
„Þetta er svona forsenduákvörðun og það er ákveðið kapphlaup við tímann að hjálpa þessum nýju sýrlensku stjórnvöldum að koma einhverju skikki á málin innanlands, þar á meðal efnahagsmálin og öryggismálin áður en hlutirnir fari mögulega aftur í kaldakol,“ segir Erlingur.