Baráttan við bingóvöðvana

Heilsurækt | 29. maí 2025

Baráttan við bingóvöðvana

G 54, Gunnar 54: „Bingó!“ heyrist úti í sal. Leikurinn er skemmtilegur en það er kannski síður skemmtilegt að vera með svokallaða bingóvöðva, en nafnið vísar til þess að höndin er rétt upp þegar viðkomandi fær bingó og sé vöðvinn slappur flaksast laus húðin til og frá þegar handleggnum er veifað.

Baráttan við bingóvöðvana

Heilsurækt | 29. maí 2025

Það er svo gott að vera sterkur.
Það er svo gott að vera sterkur. Frederick Shaw/Unsplash

G 54, Gunnar 54: „Bingó!“ heyrist úti í sal. Leikurinn er skemmtilegur en það er kannski síður skemmtilegt að vera með svokallaða bingóvöðva, en nafnið vísar til þess að höndin er rétt upp þegar viðkomandi fær bingó og sé vöðvinn slappur flaksast laus húðin til og frá þegar handleggnum er veifað.

G 54, Gunnar 54: „Bingó!“ heyrist úti í sal. Leikurinn er skemmtilegur en það er kannski síður skemmtilegt að vera með svokallaða bingóvöðva, en nafnið vísar til þess að höndin er rétt upp þegar viðkomandi fær bingó og sé vöðvinn slappur flaksast laus húðin til og frá þegar handleggnum er veifað.

Reyndar er enskt orð yfir bingóvöðva „bingo wings“ eða bingóvængir, sem er alveg krúttlegt, þ.e.a.s. orðið sjálft en ekki endilega hugmyndin. Orðið var skjalfest í enskri orðabók í byrjun tíunda áratugarins og er því gerð nokkuð góð skil þar. 

Oftast á þetta við um konur enda hafa þær meiri tilhneigingu en karlmenn til að fá slappan aftanverðan upphandleggsvöðva (þríhöfða) ... Nú, jæja, gott og vel.

Undirrituð man eftir orðinu frá unglingsárunum þegar vinkonuhópurinn gantaðist með það og veifaði höndum í takt við grínið. Það kárnar aðeins gamanið þegar aldurinn færist yfir og húðin er raunverulega farin að blakta á aftanverðum upphandleggjum.

Bingóvöðvinn eða vængurinn á uppruna sinn í enskri tungu.
Bingóvöðvinn eða vængurinn á uppruna sinn í enskri tungu. Joshua Hoehne/Unsplash
Það má alls ekki vanmeta armbeygjurnar.
Það má alls ekki vanmeta armbeygjurnar. Lisa Marie Theck/Unsplash

Gömlu góðu armbeygjurnar

Þá eru nokkrar lausnir í stöðunni: 1) Leggjast í gólfið og grenja, 2) Fagna því að eldast og gleðjast yfir öllum þeim gjöfum sem árin færa - en eðlilega hefur bingóvængurinn tilhneigingu til að koma með aldrinum, 3) Gefa í og styrkja upphandleggsvöðvana, ekki aðeins til að losna við bingóvænginn heldur einfaldlega til að verða sterkur, sem er ekkert nema jákvætt.

Í tímaritinu Women's Health segir: „Önnur orsök bingóvængja getur stafað af því að eftir 40 ára aldur byrjar náttúrulegt magn vaxtarhormónsins að lækka. Lægra magn vaxtarhormóna tengist minnkandi vöðvamassa og breytingum á því hvernig líkaminn brýtur niður og geymir fitu – í grundvallaratriðum, hversu auðvelt það er fyrir þig að byggja upp vöðva og hversu erfitt er fyrir líkamann að brjóta niður fitu.“

Það er rétt að nefna að styrktaræfingar eru ekki einungis til þess fallnar „að líta betur út“, heldur bæta þær lundina og veita almennt meiri vellíðan, bæði líkamlega og andlega. 

Undirrituð er alltaf svakalega hrifin af æfingum þar sem notast er við eigin líkamsþyngd og ekki er verra ef hægt er að gera þær heima í stofu, svona ef hugsað er um praktísku hliðina.  Eitt ráð til að styrkja þríhöfðann eru gömlu, góðu armbeygjurnar og þær er hægt að taka í 25 mismunandi útgáfum á stofugólfinu ... Til dæmis á meðan hlustað er á fréttirnar.

mbl.is