Hart sótt að atvinnuvegaráðherra

Veiðigjöld | 29. maí 2025

Hart sótt að atvinnuvegaráðherra

Stálin stinn mættust í pallborðsumræðu á vel sóttum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyrirtæki á Hilton Nordica í gær.

Hart sótt að atvinnuvegaráðherra

Veiðigjöld | 29. maí 2025

Húsfyllir var á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif veiðigjalda og …
Húsfyllir var á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif veiðigjalda og annarra skatta, sem fram fór á Hilton Nordica í gær. mbl.is/Karítas

Stálin stinn mættust í pallborðsumræðu á vel sóttum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyrirtæki á Hilton Nordica í gær.

Stálin stinn mættust í pallborðsumræðu á vel sóttum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyrirtæki á Hilton Nordica í gær.

Hart var sótt að Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra, en hún lét engan bilbug á sér finna og gaf lítið fyrir áköll um meira samráð, hvað þá óskir um að staldrað yrði við og varlegar farið í veiðigjaldahækkanir.

Fulltrúar atvinnulífs og sjávarútvegssveitarfélaga voru afdráttarlausir um grafalvarlegar afleiðingar áformaðra skattahækkana ríkisstjórnarinnar fyrir sjávarútveg og greinina, en áður hafði Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir frá Deloitte kynnt nýja greiningu á áhrifum fyrirhugaðra hækkana veiðigjalda og kolefnisgjalds. Í sumum tilvikum ætu þær upp allan hagnað.

mbl.is