Stálin stinn mættust í pallborðsumræðu á vel sóttum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyrirtæki á Hilton Nordica í gær.
Stálin stinn mættust í pallborðsumræðu á vel sóttum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyrirtæki á Hilton Nordica í gær.
Hart var sótt að Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra, en hún lét engan bilbug á sér finna og gaf lítið fyrir áköll um meira samráð, hvað þá óskir um að staldrað yrði við og varlegar farið í veiðigjaldahækkanir.
Fulltrúar atvinnulífs og sjávarútvegssveitarfélaga voru afdráttarlausir um grafalvarlegar afleiðingar áformaðra skattahækkana ríkisstjórnarinnar fyrir sjávarútveg og greinina, en áður hafði Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir frá Deloitte kynnt nýja greiningu á áhrifum fyrirhugaðra hækkana veiðigjalda og kolefnisgjalds. Í sumum tilvikum ætu þær upp allan hagnað.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis fór mikinn og sagði meðal annars að ef stjórnvöldum þætti ekki nóg að fá þriðjung hagnaðar í auðlindarentu þá væri nær að hækka hlutfallið. „Þá á hún bara að segja það eins og það er, 1/3 er ekki nóg, við viljum fá 40% og þá er bara hægt að setjast niður og ræða um það að auka hlutfallið.“
Hann benti á að milliverðlagningin sem miðað er við núna við útreikning á aflaverðmæti væri lögbundið ferli. „Það á að hætta að vera með milliverðlagningu sem byggist á reglum OECD og sem Kerecis notar, sem fyrirtækin eru að nota í dag og álverin nota, og búa til séríslenskt gullhúðað kerfi.“
Gaf ekki tommu eftir
Ráðherra gaf ekki tommu eftir og benti Fertram á að það væri ekki lögbundið ferli að miða við milliverðlagningu við útreikning á veiðigjöldum.
Íris Róbertsdóttir staldraði við ummæli ráðherrans um að fjármagnið ætti að fara í uppbyggingu innviða. Hún fagnaði því vissulega en benti á að samkvæmt fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar færu bara 7 milljarðar í samgönguinnviði, en lauslega reiknað gæti aukning veiðigjalda verið um 8-10 milljarðar á ári.
„Hvar eru þá hinir 40+ milljarðarnir? Í hvað eiga þeir að fara? Inn í hítina?“ spurði hún.
Hún sagði jafnframt siðferðislega ámælisvert af ríkisstjórninni að láta eins og sveitarfélögin væru þriðji aðili og sagði engum vafa undirorpið að um væri að ræða landsbyggðarskatt.
Fáðu þér áskrift til að lesa áfram
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu,
rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki
á mbl.is.