Veiðigjöldin éta upp arðinn

Veiðigjöld | 29. maí 2025

Veiðigjöldin éta upp arðinn

Fyrirhugaðar hækkanir á veiðigjöldum á sjávarútvegsfyrirtæki munu leiða til þess að rekstur sumra þeirra snýst við úr hagnaði í tap. Í heild mun arðsemi eigin fjár hjá sjávarútvegsfyrirtækjum minnka niður í 3,5% á næsta ári.

Veiðigjöldin éta upp arðinn

Veiðigjöld | 29. maí 2025

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir kynnti m.a. nýja greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar …
Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir kynnti m.a. nýja greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda, sem gerð var fyrir SA. mbl.is/Karítas

Fyrirhugaðar hækkanir á veiðigjöldum á sjávarútvegsfyrirtæki munu leiða til þess að rekstur sumra þeirra snýst við úr hagnaði í tap. Í heild mun arðsemi eigin fjár hjá sjávarútvegsfyrirtækjum minnka niður í 3,5% á næsta ári.

Fyrirhugaðar hækkanir á veiðigjöldum á sjávarútvegsfyrirtæki munu leiða til þess að rekstur sumra þeirra snýst við úr hagnaði í tap. Í heild mun arðsemi eigin fjár hjá sjávarútvegsfyrirtækjum minnka niður í 3,5% á næsta ári.

Þetta kom fram á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær, þar sem fjallað var um áhrif veiðigjalda og annarra skatta á fyrirtæki.

Þar kynnti Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir frá Deloitte m.a. nýja greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda, sem gerð var fyrir SA.

Fram kom að gildistaka frumvarpa um veiðigjöld og kolefnisgjöld gæti haft umtalsverð áhrif á rekstrarafkomu sumra fyrirtækja, jafnvel svo að hagnaður þeirra gæti snúist í tap.

Arðsemi úr 5,2% í 3,5%

Deloitte aflaði upplýsinga úr ársreikningum 45 sjávarútvegsfélaga í 26 samstæðum fyrir árið 2024 og vann greininguna út frá því. Þau greiddu samtals um 85% veiðigjalda þess árs.

Tekin voru fjögur dæmi um einstök félög: Norðureyri, FISK Seafood, Skinney-Þinganes og Síldarvinnslan. Áhrifin á þau öll var veruleg, en afdrifaríkust fyrir Skinney-Þinganes, þar sem naum 3,4% arðsemi eigin fjár fór niður í -0,4%; allur arður því farinn í skatta og vel það, en hreinn taprekstur blasir við.

Niðurstaða greinarinnar í heild var sú að veiðigjöld sem hlutfall af rekstrarafkomu færu úr 20% í fyrra upp í 41% í ár. Allar beinar álögur færu hins vegar úr 40% í 60%, en arðsemin úr 5,2% niður í 3,5%.

Greining Deloitte

  • Arðsemi eigin fjár minnkar og fer niður í 3,5% í heild
  • Skattahækkun breytir hagnaði í tap
  • Mjög mismikil áhrif hækkunar á einstök fyrirtæki
  • Aflasamsetning ræður mestu um áhrif á rekstur

Frekari umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag eða í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

mbl.is