Heppin að vera á lífi eftir alvarlegt mótorhjólaslys

Instagram | 30. maí 2025

Heppin að vera á lífi eftir alvarlegt mótorhjólaslys

Ítalska prinsessan Maria Carolina af Bour­bon-Deux Sicilies segist vera heppin að vera á lífi eftir að hún lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Mónakó nú á dögunum.

Heppin að vera á lífi eftir alvarlegt mótorhjólaslys

Instagram | 30. maí 2025

Maria Carolina þakkaði starfsfólki spítalans og öðru heilbrigðisstarfsfólki fyrir vel …
Maria Carolina þakkaði starfsfólki spítalans og öðru heilbrigðisstarfsfólki fyrir vel unnin störf. Skjáskot/Instagram

Ítalska prinsessan Maria Carolina af Bour­bon-Deux Sicilies segist vera heppin að vera á lífi eftir að hún lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Mónakó nú á dögunum.

Ítalska prinsessan Maria Carolina af Bour­bon-Deux Sicilies segist vera heppin að vera á lífi eftir að hún lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Mónakó nú á dögunum.

Hin 21 árs gamla Maria Carolina sagði frá slysinu í færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag og birti nokkrar myndir af sér liggjandi í sjúkrarúmi, tengd við hin ýmsu tæki.

Í færslunni tekur hún sérstaklega fram að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar.

„Ég er ótrúlega heppin að vera á lífi. Ég lenti í árekstri á mótorhjóli og skall með höfuðið á vegg og endaði á gjörgæsludeild. Það er ekkert annað en kraftaverk að ég sé á lífi. Vinsamlegast farið varlega og notið hjálm. Hann bjargaði lífi mínu,” skrifar prinsessan meðal annars við færsluna.

Maria Carolina er elsta dóttir Carlo prins og Camillu prinsessu.

mbl.is