Mel B virðist hætt að eldast

Poppkúltúr | 30. maí 2025

Mel B virðist hætt að eldast

Enska söng- og sjónvarpskonan Melanie Janine Brown, betur þekkt undir listamannsnöfnunum Mel B og Scary Spice, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær, fimmtudaginn 29. maí, og birti einstaklega fallega mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.

Mel B virðist hætt að eldast

Poppkúltúr | 30. maí 2025

Mel B var glæsileg á afmælisdaginn.
Mel B var glæsileg á afmælisdaginn. Skjáskot/Instagram

Enska söng- og sjónvarpskonan Melanie Janine Brown, betur þekkt undir listamannsnöfnunum Mel B og Scary Spice, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær, fimmtudaginn 29. maí, og birti einstaklega fallega mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.

Enska söng- og sjónvarpskonan Melanie Janine Brown, betur þekkt undir listamannsnöfnunum Mel B og Scary Spice, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær, fimmtudaginn 29. maí, og birti einstaklega fallega mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.

Brown, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem hluti af stúlknasveitinni Spice Girls árið 1996, lítur stórkostlega út á myndinni, enda lítur hún ekki út fyrir að vera degi eldri en 25 ára. 

Söngkonan er skælbrosandi og klædd fallegum gylltum kjól sem er afar viðeigandi á stórafmælisdaginn, þar sem liturinn táknar meðal annars velgengni, afrek og visku.

„Ég er 50 ára í dag! Takk kærlega fyrir allan kærleikann og skilaboðin. Ég kann svo ótrúlega mikið að meta ykkur öll,“ skrifar Mel B við færsluna.

Aðeins einn liðsmaður Spice Girls á eftir að fagna fimmtugsafmæli sínu, en það er hún Emma Bunton, eða Baby Spice. Hún bætist í 50+ hópinn í byrjun næsta árs, eða þann 21. janúar.

Melanie Chisholm, eða Mel C, og Victoria Beckham urðu 51 árs fyrr á þessu ári og Geri Halliwell mun fagna 53 ára afmæli sínu nú í ágúst.

mbl.is