Bandarísku leikararnir Rachel Leigh Cook og Freddie Prinze Jr., sem heilluðu meðlimi þúsaldarkynslóðarinnar upp úr skónum í hlutverkum sínum í kvikmyndinni She’s All That frá árinu 1999, sameina nú krafta sína á ný í nýrri jólamynd sem ber titilinn A Christmas Affair.
Bandarísku leikararnir Rachel Leigh Cook og Freddie Prinze Jr., sem heilluðu meðlimi þúsaldarkynslóðarinnar upp úr skónum í hlutverkum sínum í kvikmyndinni She’s All That frá árinu 1999, sameina nú krafta sína á ný í nýrri jólamynd sem ber titilinn A Christmas Affair.
Bandarísku leikararnir Rachel Leigh Cook og Freddie Prinze Jr., sem heilluðu meðlimi þúsaldarkynslóðarinnar upp úr skónum í hlutverkum sínum í kvikmyndinni She’s All That frá árinu 1999, sameina nú krafta sína á ný í nýrri jólamynd sem ber titilinn A Christmas Affair.
Greint var frá þessu á vefsíðunni Deadline í gærdag.
„Fox Entertainment Studios er spennt að uppfylla jólaósk ótal aðdáenda rómantískra gamanmynda með langþráðri endurkomu Freddie Prinze Jr. og Rachael Leigh Cook,“ sagði Hannah Pillemer, verkefnastjóri hjá Fox Entertainment Studios.
„Þetta táknræna par stal hjörtum okkar fyrir meira en 25 árum og við erum þakklát fyrir að fá að vinna með þeim að þessari splunkunýju rómantísku gamanmynd sem er uppfull af jólatöfrum.“
Cook deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni í gærdag og sagðist hlakka mikið til að leika með Prinze Jr. á ný.