Tala fyrir daufum eyrum nefndarinnar

Alþingi | 30. maí 2025

Tala fyrir daufum eyrum nefndarinnar

Þeir hagsmunaaðilar sem koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna umræðu um veiðigjöld tala fyrir daufum eyrum nefndarmanna sem þegar hafa gert upp hug sinn. 

Tala fyrir daufum eyrum nefndarinnar

Alþingi | 30. maí 2025

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir hagsmunaaðilar sem koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna umræðu um veiðigjöld tala fyrir daufum eyrum nefndarmanna sem þegar hafa gert upp hug sinn. 

Þeir hagsmunaaðilar sem koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna umræðu um veiðigjöld tala fyrir daufum eyrum nefndarmanna sem þegar hafa gert upp hug sinn. 

Þetta segir Jón Gunnarsson, 2. varaformaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. 

Að lokinni fyrstu umræðu um veiðigjöldin á þinginu var málinu vísað til atvinnuveganefndar en nefndin hefur fundað stíft í dag vegna málsins. 

Óvissa skapast nú þegar

Jón lýsir því að gestir hafi komið fyrir nefndina í dag, þar á meðal hafi verið fulltrúar sveitarfélaga og útgerða. Gestirnir hafa að sögn Jóns miklar áhyggjur af því hvaða áhrif hækkun veiðigjalda muni hafa.

„Þessar áhyggjur koma mjög ríkt fram í málflutningi gesta nefndarinnar. Menn eru þegar farnir að finna fyrir óvissunni sem þetta mál hefur skapað, meðal annars hafa ýmis samfélagsverkefni verið sett á ís,“ segir Jón.

Spurður að því hvort að hann telji að gestir nefndarinnar séu að tala fyrir daufum eyrum þá segist hann telja svo vera. 

„Mín tilfinning er sú að menn séu búnir að gera sér upp skoðanir fyrirfram. Ég hef kallað eftir greiningum og öðru slíku enda er misræmi í þeim upplýsingum sem koma fram af hálfu sveitarfélagana annars vegar og svo þeirra upplýsinga sem kom fram í frumvarpinu.“

Málið keyrt alltof hratt

Jón segir að þónokkur tími sé í það að málið verði afgreitt úr nefndinni enda séu fjölmargir gestir sem enn eiga eftir að koma fyrir nefndina til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. 

Þinglok eru áætluð þann 13. júní næstkomandi, eftir nákvæmlega tvær vikur. Jón segist ekki geta dæmt um það hvort að málið verði afgreitt fyrir þinglok. 

„Það fer eftir því hvort að breytingar verði gerðar eða hvort að öll sjónarmið verði hreinlega hunsuð. Hið augljósa í málinu er samt sem áður það að verið er að keyra þetta mál alltof hratt og það er samdóma álit allra þeirra gesta sem komið hafa fyrir nefndina,“ segir Jón að lokum. 

mbl.is