Tinna í Hrím stækkar við sig

Heimili | 30. maí 2025

Tinna í Hrím stækkar við sig

Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, hefur sett íbúðina við Lágaleiti á sölu. Íbúðin er afar björt og rúmgóð með stórum gólfsíðum gluggum, gólfhita og aukinni lofthæð. 

Tinna í Hrím stækkar við sig

Heimili | 30. maí 2025

Tinna hefur sett íbúðina við Lágaleiti á sölu.
Tinna hefur sett íbúðina við Lágaleiti á sölu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, hefur sett íbúðina við Lágaleiti á sölu. Íbúðin er afar björt og rúmgóð með stórum gólfsíðum gluggum, gólfhita og aukinni lofthæð. 

Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, hefur sett íbúðina við Lágaleiti á sölu. Íbúðin er afar björt og rúmgóð með stórum gólfsíðum gluggum, gólfhita og aukinni lofthæð. 

Tinna segir hverfið yndislegt og upphaflega hafi hún ætlað að vera þarna í eitt ár. Nú eru árin hins vegar orðin fimm og tími til kominn að stækka við sig.

Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og skipulagið gott með góðu flæði á milli eldhúss og stofu. Gengið er út á sérafnotareiti eignarinnar annars vegar úr stofunni og hins vegar úr hjónaherberginu.

Íbúðin er máluð í skemmtilegum litum sem gera hana persónulega. Stofan er máluð í svargráum, ljósfjólubláum og kremlituðum tónum sem allir passa vel saman. Herbergin eru máluð í svipuðum tónum sem tengir rýmin vel saman. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Lágaleiti 11

Grínistinn Ari Eldjárn og Tinna hafa verið par frá árinu 2023. 

Stofan er máluð í dökkum lit.
Stofan er máluð í dökkum lit. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Fallegir munir prýða íbúðina.
Fallegir munir prýða íbúðina. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Samspil litanna á veggjunum skapar skemmtilega stemningu en Tinna hefur …
Samspil litanna á veggjunum skapar skemmtilega stemningu en Tinna hefur mikla færni í þeim efnum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Eldhúsið er opið inn í borðstofu og stofu en þó …
Eldhúsið er opið inn í borðstofu og stofu en þó í sérrými. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Íbúðin er björt og vel skipulögð.
Íbúðin er björt og vel skipulögð. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Rúmgott hjónaherbergi með góðu skápaplássi og útgengt út á viðarverönd.
Rúmgott hjónaherbergi með góðu skápaplássi og útgengt út á viðarverönd. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Barnaherbergið er málað í dásamlegum lit í fjólubláum tón.
Barnaherbergið er málað í dásamlegum lit í fjólubláum tón. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Á baðherberginu eru vandaðar flísar frá Marazzi.
Á baðherberginu eru vandaðar flísar frá Marazzi.
Efstaleitið er eftirsótt hverfi.
Efstaleitið er eftirsótt hverfi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is