Hvenær þarf að gera hvað fyrir brúðkaupið?

Brúðkaup | 31. maí 2025

Hvenær þarf að gera hvað fyrir brúðkaupið?

Það vita flestir sem eru í brúðkaupshugleiðingum að það er að mörgu að hyggja. Brúðkaupið er líklega einn stærsti viðburðurinn sem fólk heldur á lífsleiðinni. Bónorðið er frá, dagurinn ákveðinn og þá þarf að fara að negla hlutina niður. En hvenær þarf að gera hvað? Hér eru nokkur góð ráð til að hafa í huga við undirbúninginn svo að dagurinn verði eins og þið viljið.

Hvenær þarf að gera hvað fyrir brúðkaupið?

Brúðkaup | 31. maí 2025

Brúðkaupið verður að vera í anda brúðhjónanna.
Brúðkaupið verður að vera í anda brúðhjónanna. Unsplash/KB Rhamely

Það vita flestir sem eru í brúðkaupshugleiðingum að það er að mörgu að hyggja. Brúðkaupið er líklega einn stærsti viðburðurinn sem fólk heldur á lífsleiðinni. Bónorðið er frá, dagurinn ákveðinn og þá þarf að fara að negla hlutina niður. En hvenær þarf að gera hvað? Hér eru nokkur góð ráð til að hafa í huga við undirbúninginn svo að dagurinn verði eins og þið viljið.

Það vita flestir sem eru í brúðkaupshugleiðingum að það er að mörgu að hyggja. Brúðkaupið er líklega einn stærsti viðburðurinn sem fólk heldur á lífsleiðinni. Bónorðið er frá, dagurinn ákveðinn og þá þarf að fara að negla hlutina niður. En hvenær þarf að gera hvað? Hér eru nokkur góð ráð til að hafa í huga við undirbúninginn svo að dagurinn verði eins og þið viljið.

9-12 mánuðir í daginn

Stærstu ákvarðanirnar verða til á þessu tímabili og til að fá það sem maður vill verður að vera tímanlega á ferð.

Gerið fjárhagsáætlun

Hversu miklu ætlið þið að eyða í stóra daginn? Hafið alltaf augun á einni tölu sem þið eruð tilbúin að leggja í brúðkaupið því kostnaðurinn er fljótur að safnast upp.

Bókið sal og kirkju eða stað þar sem athöfnin fer fram

Hvort sem athöfnin fer fram í kirkju eða á annan hátt er gott að vera tímanlega með þetta. Það er einnig mikilvægt að festa niður veislusal sem fyrst. Ef það er ekki eldhús á staðnum eða möguleiki á að fá mat frá salnum þarf að hugsa út í það líka. Hafið á hreinu hvað salurinn býður upp á nákvæmlega og hverju þið þurfið að redda til að gera daginn ykkar fullkominn.

Bókið það helsta

Þetta eru aðilar sem fullkomna daginn eins og ljósmyndari, hljómsveitir og önnur skemmtiatriði, hár og förðun.

Búið til gestalista

Ef þetta reynir á, bíðið þá eftir því þegar kemur að sætaskipaninni.

6-8 mánuðir í daginn

Þetta er tíminn til að setja púður í hvernig veislu þið viljið og hvaða þema. Fjárhagsáætlunin ætti að vera aðeins skýrari núna þegar þið vitið hvað stærstu hlutirnir eru að fara að kosta.

Veljið matreiðslumann, köku, blóma- og aðrar skreytingar

Þessar ákvarðanir eru oft taldar vera þær skemmtilegustu.

Fötin

Ef þetta ferli er ekki hafið þá er þetta tíminn til að skella sér í mátun. Brúðarkjóllinn tekur yfirleitt lengri tíma en föt brúðgumans.

Takið daginn frá!

Látið gestina vita af brúðkaupinu. Margir senda út lítið boðskort með dagsetningunni en gefa svo ítarlegri upplýsingar síðar.

Það er hjartnæm stund þegar hringarnir eru valdir.
Það er hjartnæm stund þegar hringarnir eru valdir.

3-6 mánuðir í daginn

Nú fer þetta að verða raunverulegra og tími til að taka lokaákvarðanir.

Matar- og kökusmakk

Leggið lokahönd á matseðilinn, ákveðið hvaða vín þið viljið bjóða upp á og hannið kökuna.

Sendið út formleg boðskort

Gefið gestunum ykkar betri upplýsingar um hvar athöfnin verður haldin, hvar veislan verður haldin og hvenær fólk á að mæta.

Skipulagið er mikilvægt til að dagurinn verði sem gleðilegastur.
Skipulagið er mikilvægt til að dagurinn verði sem gleðilegastur. Unsplash/Jeppe Mønster

2 mánuðir í daginn

Hugsið um heilsu og húð

Þetta á auðvitað alltaf við en nú þarf að setja fókus á góða heilsu, hollt mataræði og að hugsa vel um húðina.

Ræðið persónuleg smáatriði yfir daginn

Þetta eru hlutir eins og sérstök lög sem hljómsveitin á að spila, fyrsti dansinn sem brúðhjón og að finna veislustjóra.

Mátun, förðun og hár

Ef þið þurfið að fara í mátun á fötum þá er þetta góður tími. Einnig er sniðugt að fara í prufuförðun og greiðslu svo ekkert komi á óvart yfir daginn.

Mánuður í daginn

Farið yfir daginn

Þetta þarf að gera með ykkar nánustu og þeim sem taka þátt í deginum með ykkur svo allir viti hverju er von á.

Öll pappírsvinna klár

Passið af hafa fyllt út það helsta og að sá sem gefur ykkur saman sé með alla nauðsynlega pappíra.

Passið upp á hringana

Það er verra ef þeir gleymast

Vikan fyrir brúðkaupið

Í vikunni fyrir brúðkaupið er skynsamlegt að hreinsa dagatalið. Ef möguleiki er þá er sniðugt að taka nokkra frídaga frá vinnu. Það kemur alltaf eitthvað upp sem þarf að verja tíma í. Það þarf einnig að skipuleggja hver það er sem hugsar til þess að allir ykkar hlutir, gjafir og annað úr veislunni verði sótt og komið fyrir á öruggum stað.

Pakkið í töskur fyrir brúðkaupsnóttina. Hugið að morgungjöf.

Góða skemmtun!

mbl.is