„Börn grétu og gamalt fólk hló“

Borgarferðir | 1. júní 2025

„Börn grétu og gamalt fólk hló“

Arnar Steinn Þorsteinsson er með BA-gráðu í kínversku og kínverskum fræðum frá Zhongshan-háskóla í Guangzhou, Guangdong-héraði í Kína. Þaðan útskrifaðist hann árið 2006. Hann starfaði lengi vel í ferðaþjónustu og hefur í gegnum tíðina yfirleitt unnið með asíska markaði í sölu- og markaðsstarfi. Í dag er hann svæðisstjóri Byko Breidd og er jafnframt starfandi formaður Kínversk-íslenska menningafélagsins.

„Börn grétu og gamalt fólk hló“

Borgarferðir | 1. júní 2025

„Ég var ung­ur áhugamaður um asíska kvik­mynda­gerð og það var …
„Ég var ung­ur áhugamaður um asíska kvik­mynda­gerð og það var þessi aust­ræna dulúð sem heillaði. Upp úr tví­tugt var ég í bók­mennta­fræði í HÍ og þá varð ég hissa á skorti á asísk­um bók­mennt­um inn­an há­skól­ans,“ segir Arnar Steinn Þorsteinsson. Samsett mynd/Aðsend

Arnar Steinn Þorsteinsson er með BA-gráðu í kínversku og kínverskum fræðum frá Zhongshan-háskóla í Guangzhou, Guangdong-héraði í Kína. Þaðan útskrifaðist hann árið 2006. Hann starfaði lengi vel í ferðaþjónustu og hefur í gegnum tíðina yfirleitt unnið með asíska markaði í sölu- og markaðsstarfi. Í dag er hann svæðisstjóri Byko Breidd og er jafnframt starfandi formaður Kínversk-íslenska menningafélagsins.

Arnar Steinn Þorsteinsson er með BA-gráðu í kínversku og kínverskum fræðum frá Zhongshan-háskóla í Guangzhou, Guangdong-héraði í Kína. Þaðan útskrifaðist hann árið 2006. Hann starfaði lengi vel í ferðaþjónustu og hefur í gegnum tíðina yfirleitt unnið með asíska markaði í sölu- og markaðsstarfi. Í dag er hann svæðisstjóri Byko Breidd og er jafnframt starfandi formaður Kínversk-íslenska menningafélagsins.

Síðan Arnar útskrifaðist hefur hann ferðast til Kína í fjölmörg skipti á eigin vegum og í haust er hann aftur á leið þangað, þá sem fararstjóri á vegum Nonni Travel.

„Þetta verður vonandi fyrsta ferðin af mörgum en draumurinn er að fara í tvær ferðir á ári, að vori og hausti. Konan mín, Brynhildur Ingimarsdóttir, á líka eftir að upplifa þetta en kemst ekki með í fyrstu ferðina vegna anna. Hún kemur næst.“

„Við styttuna af Mao, formanni í Wuhan.“
„Við styttuna af Mao, formanni í Wuhan.“ Ljósmynd/Aðsend

Farið verður dagana 12.-26. september og segir Arnar að hægt verði að ná tengingu við söguna og skoða gamlan arkitektúr.

„Ævintýrið hefst í Peking og þaðan er farið til fornu höfuðborgarinnar Xian og svo niður til náttúruperlanna Guilin og Yangshuo. Ferðin endar í Shanghaí, sem er glæsileg nútímaborg.“

Spurður um hvað hafi laðað hann til náms í þessu framandi landi segir Arnar það hafa verið marga samverkandi þætti. „Ég var ungur áhugamaður um asíska kvikmyndagerð og það var þessi austræna dulúð sem heillaði. Upp úr tvítugt var ég í bókmenntafræði í HÍ og þá varð ég hissa á skorti á asískum bókmenntum innan háskólans.“

Arnar segir að á þeim tíma sem hann nam við Háskóla Íslands hafi sprottið upp sú hugmynd að fara til Kína og stúdera samtímabókmenntir. Hann hélt utan 2001 en áttaði sig fljótlega á hve djúpt og margslungið tungumálið væri svo hann færði sig úr samtímabókmenntum yfir í kínversku og kínversk fræði.

„Vinnuferð í Kína með kollega mínum Wang Zhe hjá Nonna …
„Vinnuferð í Kína með kollega mínum Wang Zhe hjá Nonna Travel.“ Ljósmynd/Aðsend
Arnar ásamt vinum sínum í kvöldverð í Pekíng.
Arnar ásamt vinum sínum í kvöldverð í Pekíng. Ljósmynd/Aðsend

Svakaleg viðbrigði

Þegar Arnar kom heim til Íslands eftir útskriftina 2006 var hann orðinn altalandi á kínversku og segist hafa góð tök á bæði lestri og skriftum á tungumálinu. Hann hóf strax störf í ferðaþjónustu, í sölu- og markaðsstarfi með áherslu á Asíu og Kína, og hefur verið þar meira og minna allar götur síðan.

Landið er stórt og fjölbreytt en Arnar var búsettur í Suður-Kína í borg sem heitir Guangzhou, í Guangdong-héraði, nálægt Hong Kong. Íbúafjöldi Guangzhou telur um 18 milljónir í dag en þó eru tölurnar á reiki því ekki allir íbúar eru skráðir.

Arnar segir matarmenningu í Kína vera mjög mikilvæga.
Arnar segir matarmenningu í Kína vera mjög mikilvæga. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta voru svakaleg viðbrigði, menningin gjörólík og tungumálið líka. Ég fann mjög fljótt að mér leið mjög vel þarna. Ég hafði fyrst viljað prófa í smá tíma en sá fljótt að ég vildi bara vera þarna.“

Arnar segir að frá því hann flutti út 2001 hafi orðið mikil og hröð breyting, sem hann upplifði á eigin skinni. Frá því sem var spruttu heilu hverfin og borgin varð mjög nútímaleg.

„Það er allt „Made in China“ framleitt í héraðinu. Bandaríkin og Kína eru stærstu efnahagsveldi heims, í þriðja og fjórða sæti eru Kalifornía og Guangdong-hérað, en miklir fjármunir fara í gegn [í héraðinu] og mikil innviðauppbygging á sér stað. Enskukunnátta hefur breyst mjög hratt og er mun meiri en hún var.“

Sólsetur í Pekíng.
Sólsetur í Pekíng. Ljósmynd/Aðsend

Borga með andlitinu

„Það er mikil og ör tækniþróun í Kína. Þetta er mjög áþreifanlegt stökk. Þetta er þjóð sem er mjög jákvæð fyrir tækninýjungum, miklu jákvæðari fyrir gervigreind og sambærilegri þróun en vestræn ríki. Þeir [Kínverjar] sjá bara tækifærin.“

Arnar bætir við að hátæknilegustu borgir heims séu í Kína og nefnir dæmi um Sjanghaí. „Maður heyrir ekki einu sinni í umferðinni þar sem rafbílar eru ráðandi.“

Hann nefnir fleira framandi eins og að róbótar afgreiði á veitingastöðum. „Á sumum veitingastöðum sérðu ekki manneskju, þar eru bara afgreiðslubönd o.fl. Tæknin er allsráðandi.“

Við hof í Chengdu, höfuðborg Sichuan-héraðs.
Við hof í Chengdu, höfuðborg Sichuan-héraðs. Ljósmynd/Aðsend

Arnar bendir einnig á að Kínverjar hafi í raun farið beint úr peningum, sem greiðslumöguleika, yfir í símann og að í dag sé erfitt að nota reiðufé. „Þú getur borgað með andlitinu.“

Arnar nefnir í því samhengi WeChat, eins konar súperforrit sem hefur að geyma fjölda annarra smáforrita, og greiðsluforritið Alipay sem gera fólki kleift að greiða fyrir vöru og þjónustu með andlitinu. Það sé því ekkert stórmál gleymi fólk símanum heima því það geti skannað á sér andlitið í verslunum.

„Kínverjar voru komnir með snertilaus kort í strætó árið 2006 og við [á Íslandi] höfum enn ekki fundið hina fullkomnu lausn fyrir þann greiðslumöguleika í strætó.“

Wuhan-borg í Hubei-héraði.
Wuhan-borg í Hubei-héraði. Ljósmynd/Aðsend
„Þetta voru svakaleg viðbrigði, menningin gjörólík og tungumálið líka.“
„Þetta voru svakaleg viðbrigði, menningin gjörólík og tungumálið líka.“ Ljósmynd/Aðsend
Fyrrum kollegar Arnars saman á góðri stund í Pekíng.
Fyrrum kollegar Arnars saman á góðri stund í Pekíng. Ljósmynd/Aðsend

Matur og menning

„Matur [í Kína] er himnaríki og það eru mismunandi skólar af kínverskum mat. Þegar ég bjó úti var ég ekki hrifinn af sterkum mat þar til ég kynntist sichuan-mat, með fjalli af chili ofan á.“

Arnar segir það hafa verið svakalega ódýrt að lifa í Kína þegar hann bjó þar og þess vegna eldaði hann aldrei, því góð máltíð á veitingastað hafi kostað rétt um 200 kr.

Spurður út í lífið í borginni Guangzhou svarar Arnar: „Þetta er „subtropical“-borg, það er mjög heitt og rakt og oft best að vera til eftir sólsetur. Borgin iðar af lífi allan sólarhringinn. Veitingastaðir eru fullsetnir á nóttunni og fólk er að borða á þeim tíma jafnvel með börn því það er besti tíminn til að vera á ferli.”

Matarmenning er einkar mikilvæg því í gegnum hana hittist fólk. Arnar segir Kínverja síður fara á bari, þeir fari heldur á veitingastaði.

„Það er líka mikið um japanska, kóreska og filippeyska veitingastaði.“

Dæmi um sterkan mat frá Hunan-héraði.
Dæmi um sterkan mat frá Hunan-héraði. Ljósmynd/Aðsend
Arnar segir Kínverja síður fara á bari, þeir fari heldur …
Arnar segir Kínverja síður fara á bari, þeir fari heldur á veitingastaði. Ljósmynd/Aðsend

Þá berst talið að fólkinu sjálfu. Arnar segir Kínverja hafa tekið sér ótrúlega vel þegar hann bjó úti. Fólk hafi verið forvitið og að í svo fjölmennu landi sé engin feimni.

„Það er þessi hugmynd um einkalíf, hún er ekki til. Ef Kínverjar vilja spjalla þá pota þeir í mann, hvar sem er. Þar sem ég bjó hafði fólk aldrei séð manneskju sem var ekki Kínverji. Börn grétu og gamalt fólk hló.“

Kínverjar eru þekktir fyrir gestrisni, að sögn Arnars, og að rækta félagsleg tengsl. „Fjölskyldan er kjarni tilverunnar og skiptir fólk mestu máli í lífinu.“

Fólk var mjög rólegt og takturinn hægari þar sem Arnar bjó. „Milli tólf og tvö [á daginn] gerðist ekkert í samfélaginu, þá var „síesta“. Það hefur samt aðeins breyst. Það var ekkert stress og fólk gaf sér tíma, það vaknar við sólarupprás, leggur sig um miðjan dag og er svo úti fram eftir kvöldi.“

Að lokum segir Arnar Kínverja góða heim að sækja, þeir séu gjafmildir og að gjafir séu hluti af því að sýna öðrum virðingu. „Til dæmis í viðskiptum má aldrei klikka á gjöfum.“

Búdddahof fyrir utan Pekíng.
Búdddahof fyrir utan Pekíng. Ljósmynd/Aðsend
Hér er Arnar staddur í Shanghaí.
Hér er Arnar staddur í Shanghaí. Ljósmynd/Aðsend
Við Sumarhöllina í Pekíng.
Við Sumarhöllina í Pekíng. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is