Biðst afsökunar á niðrandi ummælum

Poppkúltúr | 2. júní 2025

Biðst afsökunar á niðrandi ummælum

Patti Lupone, ein ástsælasta sviðsleikkona allra tíma, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla í viðtali við bandaríska tímaritið The New Yorker í síðustu viku. Lupone, sem hefur ávallt verið óhrædd við að láta gamminn geisa, talaði með niðrandi hætti um kollega sína, Broadway-stjörnurnar Keciu Lewis og Audru McDonald, sem vakti mikla reiði á meðal meðlima bandaríska leikhússamfélagsins.

Biðst afsökunar á niðrandi ummælum

Poppkúltúr | 2. júní 2025

Patti Lupone.
Patti Lupone. Ljósmynd/AFP

Patti Lupone, ein ástsælasta sviðsleikkona allra tíma, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla í viðtali við bandaríska tímaritið The New Yorker í síðustu viku. Lupone, sem hefur ávallt verið óhrædd við að láta gamminn geisa, talaði með niðrandi hætti um kollega sína, Broadway-stjörnurnar Keciu Lewis og Audru McDonald, sem vakti mikla reiði á meðal meðlima bandaríska leikhússamfélagsins.

Patti Lupone, ein ástsælasta sviðsleikkona allra tíma, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla í viðtali við bandaríska tímaritið The New Yorker í síðustu viku. Lupone, sem hefur ávallt verið óhrædd við að láta gamminn geisa, talaði með niðrandi hætti um kollega sína, Broadway-stjörnurnar Keciu Lewis og Audru McDonald, sem vakti mikla reiði á meðal meðlima bandaríska leikhússamfélagsins.

Lupone, sem er 78 ára gömul og margfaldur Tony-verðlaunahafi, birti afsökunarbeiðnina á Instagram-síðu sinni á laugardag, en afsökunarbeiðnin kemur í kjölfar þess að hundruð sviðslistamanna sendu frá sér opið bréf og kölluðu eftir inngripi í ljósi „óviðeigandi og óásættanlegra opinberra ummæla“ Lupone um Lewis og McDonald.

„Ég er gjörsamlega miður mín yfir þeim orðum sem ég notaði í viðtalinu við The New Yorker, þá sérstaklega um Keciu Lewis, sem voru ósmekkleg og niðrandi,“ skrifaði Lupone.

„Ég sé mjög eftir svörum mínum í þessu viðtali og er miður mín yfir því að hegðun mín hafi móðgað aðra og gengið þvert á það sem við höldum kært í þessu samfélagi.“

Lupone bætti við að hún vonaðist til að „fá tækifæri til að tala við“ McDonald og Lewis og biðja þær afsökunar.

Ekki velkomin á viðburði

Bréfið, sem var sent til American Theatre Wing og The Broadway League, kallaði einnig eftir því að stofnanirnar grípi til aðgerða með því að bjóða Lupone ekki velkomna á „viðburði í bransanum“, þar á meðal Tony-verðlaunahátíðina, sem er haldin af þessum tveimur stofnunum.

Tony-verðlaunahátíðin fer fram í New York þann 8. júní næstkomandi og er McDonald tilnefnd fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Gypsy.

„Þetta tungumál er ekki aðeins niðurlægjandi – það er bersýnilegur gjörningur kynþáttabundinnar óvirðingar. Það telst einelti. Það telst áreitni,“ sagði í bréfinu. „Það er táknrænt fyrir öráreitni og misnotkun sem fólk í þessum bransa hefur þolað allt of lengi, of oft án afleiðinga.”

View this post on Instagram

A post shared by Patti LuPone (@pattilupone)

mbl.is