Eva Laufey nældi sér í gullmedalíu

Instagram | 2. júní 2025

Eva Laufey nældi sér í gullmedalíu

Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur er heldur betur margt til lista lagt. Hún sýnir ekki aðeins meistaratakta í eldhúsinu heldur fer hún sannkölluðum meistarahöndum um árar og sýndi það og sannaði í gær, á sjómannadaginn, þegar hún, ásamt stórglæsilegum hópi kvenna, sigraði róðrakeppni á Akranesi.

Eva Laufey nældi sér í gullmedalíu

Instagram | 2. júní 2025

Sigurhópurinn!
Sigurhópurinn! Skjáskot/Instagram

Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur er heldur betur margt til lista lagt. Hún sýnir ekki aðeins meistaratakta í eldhúsinu heldur fer hún sannkölluðum meistarahöndum um árar og sýndi það og sannaði í gær, á sjómannadaginn, þegar hún, ásamt stórglæsilegum hópi kvenna, sigraði róðrakeppni á Akranesi.

Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur er heldur betur margt til lista lagt. Hún sýnir ekki aðeins meistaratakta í eldhúsinu heldur fer hún sannkölluðum meistarahöndum um árar og sýndi það og sannaði í gær, á sjómannadaginn, þegar hún, ásamt stórglæsilegum hópi kvenna, sigraði róðrakeppni á Akranesi.

Sjómannadagurinn, hátíðisdagur allra sjómanna og aðstandenda þeirra, var, líkt og fyrri ár, haldinn hátíðlegur víðs vegar um land með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá sem hyllir hetjur hafsins.

Á Akranesi var margt skemmtilegt í boði en hápunktur dagsins var án efa hin árlega róðrakeppni.

Eva Laufey, sem er fædd og uppalin á Akranesi, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og reri út á haf ásamt öflugu teymi kvenna, þar á meðal Þóru Björgu Sigurðardóttur presti, en siglingahópurinn gerði sér lítið fyrir og kom fyrstur í mark.

Eva Laufey sýndi frá deginum í story á Instagram-síðu sinni og stillti sér að sjálfsögðu upp, ásamt vinkonum sínum, með gullmedalíuna.

Nældu í gullið!
Nældu í gullið! Skjáskot/Instagram
mbl.is