Fagnaði sextugsafmælinu í paradís

Sólarlandaferðir | 2. júní 2025

Fagnaði sextugsafmælinu í paradís

Bandaríska leikkonan Brooke Shields fagnaði sextugsafmæli sínu í fyrradag, laugardaginn 31. maí.

Fagnaði sextugsafmælinu í paradís

Sólarlandaferðir | 2. júní 2025

Brooke Shields.
Brooke Shields. Skjáskot/Instagram

Bandaríska leikkonan Brooke Shields fagnaði sextugsafmæli sínu í fyrradag, laugardaginn 31. maí.

Bandaríska leikkonan Brooke Shields fagnaði sextugsafmæli sínu í fyrradag, laugardaginn 31. maí.

Í tilefni stórafmælisins birti hún myndir af sér í bikiníi einum klæða, liggjandi í hengirúmi á sannkallaðri paradísarströnd, og ef marka má Instagram-myndirnar þá átti leikkonan ansi afslappandi dag.

„Vaknaði í paradís... og á nýjum áratug lífsins! Þetta er ️60! Takk fyrir alla afmælisástina,“ skrifaði leikkonan við færsluna.

Fjölmargar stórstjörnur hafa óskað afmælisbarninu hjartanlega til hamingju á samfélagsmiðlasíðunni, þar á meðal Sophia Bush, Elizabeth Hurley, Christie Brinkley, Monica Lewinsky og Helena Christensen.

Shields hefur átt farsælan feril í Hollywood síðustu áratugi. Hún hóf leikferil sinn ung að aldri en hún skaust á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Violet í kvikmyndinni Pretty Baby árið 1978, þá aðeins 12 ára gömul.

Nú síðast fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Mother of the Bride sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í fyrra. 

mbl.is