Lögreglan lokaði götum fyrir æsta aðdáendur Birnis

Hverjir voru hvar | 3. júní 2025

Lögreglan lokaði götum fyrir æsta aðdáendur Birnis

Það myndaðist ógleymanleg stemning í Kópavogi á föstudagskvöldið þegar tónlistarmaðurinn Birnir steig á svið í bakgarði veitingastaðarins Mossley. Birnir gaf út plötuna Dyrnar í síðustu viku og því var ekki úr vegi að kynna plötuna almennilega með þessum hætti. Boðið var á tónleikana með sólarhringsfyrirvara og var frítt inn á þá. 

Lögreglan lokaði götum fyrir æsta aðdáendur Birnis

Hverjir voru hvar | 3. júní 2025

Birnir steig á svið í bakgarði veitingastaðarins Mossley þar sem …
Birnir steig á svið í bakgarði veitingastaðarins Mossley þar sem mikill fjöldi gesta streymdi á svæðið. Samsett mynd

Það myndaðist ógleymanleg stemning í Kópavogi á föstudagskvöldið þegar tónlistarmaðurinn Birnir steig á svið í bakgarði veitingastaðarins Mossley. Birnir gaf út plötuna Dyrnar í síðustu viku og því var ekki úr vegi að kynna plötuna almennilega með þessum hætti. Boðið var á tónleikana með sólarhringsfyrirvara og var frítt inn á þá. 

Það myndaðist ógleymanleg stemning í Kópavogi á föstudagskvöldið þegar tónlistarmaðurinn Birnir steig á svið í bakgarði veitingastaðarins Mossley. Birnir gaf út plötuna Dyrnar í síðustu viku og því var ekki úr vegi að kynna plötuna almennilega með þessum hætti. Boðið var á tónleikana með sólarhringsfyrirvara og var frítt inn á þá. 

Þrátt fyrir stuttan fyrirvara streymdi mikill fjöldi gesta á svæðið þannig að lögreglan ákvað að loka nærliggjandi götum um tíma til að tryggja öryggi.

Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson

Fólk naut sín í botn

Skipuleggjendur segja viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. 

„Sjaldséð er að horfa yfir hóp af ungu fólki þar sem varla sést sími á lofti eða drykkur við hönd, fólk kom til að njóta.“ 

Öryggisgæsla lokaði bakgarðinum þegar hann fylltist, en þá safnaðist fólk saman á bílaplani við garðinn, út á götu og í brekkunni við Sundlaug Kópavogs.

Til að tryggja öryggi var starfsfólk úr félagsmiðstöðvum í Kópavogi á svæðinu ásamt foreldrarölti, lögreglu og sjúkraliðum. 

Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson

Fagnaði útgáfu plötunnar Dyrnar

Birnir, sem hefur undanfarið átt flest lögin á Topp 50 Ísland listanum á Spotify, nýtti kvöldið til að fagna nýju plötunni sinni Dyrnar. Með honum komu fram nokkrir gestalistamenn sem héldu uppi stemningunni í blíðskaparveðri.

„Þetta er með því skemmtilegra sem við á Mossley höfum upplifað og stemmningin ótrúleg. Allir glaðir, ekkert vesen. Ég man ekki í fljótu bragði eftir svona viðburði,“ segir fulltrúi Mossley um viðburðinn.

Tónleikunum lauk kl. 22.30 og leystist hópurinn upp án minnstu óláta. 

Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Tónlistarmennirnir Ízleifur og Daniil.
Tónlistarmennirnir Ízleifur og Daniil. Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Tón­list­armaður­inn og hand­rits­höf­und­ur­inn Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son.
Tón­list­armaður­inn og hand­rits­höf­und­ur­inn Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son. Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
Ljósmynd/Jón Gautur Hannesson
mbl.is