Ósamræmi muni bitna á nemendum

Skólakerfið í vanda | 3. júní 2025

Ósamræmi muni bitna á nemendum

Ef ekki er stuðst við samræmd próf við innritun í framhaldsskóla og ekki er eðlilegt samræmi í námsmati milli grunnskóla eru líkur til þess að umsækjendur um skólavist í framhaldsskólum standi ekki jafnir að vígi, í andstöðu við lög og góða stjórnsýsluhætti.

Ósamræmi muni bitna á nemendum

Skólakerfið í vanda | 3. júní 2025

Ef ekki er stuðst við samræmd próf við innritun í framhaldsskóla og ekki er eðlilegt samræmi í námsmati milli grunnskóla eru líkur til þess að umsækjendur um skólavist í framhaldsskólum standi ekki jafnir að vígi, í andstöðu við lög og góða stjórnsýsluhætti.

Ef ekki er stuðst við samræmd próf við innritun í framhaldsskóla og ekki er eðlilegt samræmi í námsmati milli grunnskóla eru líkur til þess að umsækjendur um skólavist í framhaldsskólum standi ekki jafnir að vígi, í andstöðu við lög og góða stjórnsýsluhætti.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í lögfræðiáliti sem lögmannsstofan Juris vann að beiðni Viðskiptaráðs Íslands.

Seinast lögð fyrir 2022

Samkvæmt umræddu lögfræðiáliti getur þessi aðstöðumunur sem leiðir af ósamræmi í lokaeinkunnum úr grunnskóla haft það í för með sér að nemendur fái í reynd ójafna meðferð við innritun í framhaldsskóla. Tekið er fram í álitinu að ekki sé virkt eftirlit með því að raunverulegt samræmi sé í einkunnagjöf á milli einstakra grunnskóla.

Samræmd könnunarpróf hafa ekki verið lögð fyrir í grunnskólum landsins síðan árið 2022 en þar á undan höfðu prófin ekki verið nýtt til viðmiðunar við innritun í framhaldsskóla um langa hríð. Samkvæmt athugun Menntamálastofnunar frá árinu 2022 búa 35% nemenda við það að grunnskólaeinkunn þeirra sé umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla.

Einkunnagjöf getur verið mjög mismunandi eftir skólum.
Einkunnagjöf getur verið mjög mismunandi eftir skólum. mbl.is/Karítas

Hvetur umboðsmann að hefja rannsókn

Björn Brynjúlfur Björnsson segir í Dagmálum í dag að núverandi fyrirkomulag brjóti í bága við jafnræðisregluna sem sé að finna bæði í stjórnarskránni og í stjórnsýslulögum enda sé einkunnagjöf mjög mismunandi eftir skólum.

Björn segir fullt tilefni fyrir umboðsmann Alþingis að hefja frumkvæðisrannsókn á málinu og í kjölfarið kalla eftir svörum frá ráðuneytinu um hvernig bregðast eigi við efni álitsins.

Að sögn Björns hefur mennta- og barnamálaráðherra ekki fallist á það að funda með Viðskiptaráði vegna stöðunnar.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Morgunblaðið/Hallur Már
mbl.is