52 ára Heidi Klum sjóðheit

Poppkúltúr | 4. júní 2025

52 ára Heidi Klum sjóðheit

Þýska fyrirsætan Heidi Klum sýndi heldur betur og sannaði að hún er „enn með þetta“. Ofurfyrirsætan flaggaði föngulegum vextinum í fallegu bikiníi á Instagram í fyrradag, í tilefni af 52 ára afmæli sínu.

52 ára Heidi Klum sjóðheit

Poppkúltúr | 4. júní 2025

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum þegar hún mætti til 51. hátíðar …
Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum þegar hún mætti til 51. hátíðar American Music Awards í Las Vegas, 26. maí. Michael Tran / AFP

Þýska fyrirsætan Heidi Klum sýndi heldur betur og sannaði að hún er „enn með þetta“. Ofurfyrirsætan flaggaði föngulegum vextinum í fallegu bikiníi á Instagram í fyrradag, í tilefni af 52 ára afmæli sínu.

Þýska fyrirsætan Heidi Klum sýndi heldur betur og sannaði að hún er „enn með þetta“. Ofurfyrirsætan flaggaði föngulegum vextinum í fallegu bikiníi á Instagram í fyrradag, í tilefni af 52 ára afmæli sínu.

Berfætt Klum setti einnig myndskeið af sér á samfélagsmiðilinn þar sem hún sýndi fleiri sundföt, bikiní með hlébarðamunstri og blátt bikiní.

„Fyrir fullkomna sumarið þitt,“ skrifaði Klum.

Klum er andlit sundfatamerkisins Calzedonia í sumarherferð þess í Þýskalandi og eru myndirnar hluti af þeirri herferð.

Klum er ekki óvön að koma fram fáklædd en hún var einn af englum nærfatamerkisins Victorias Secret, þá hefur hún setið fyrir á myndum fyrir ítalska nærfatamerkið Intimissimi, ásamt dóttur sinni, Leni Klum.

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

Page Six

mbl.is