Andrés Magnússon og Margrét selja snotra íbúð

Heimili | 4. júní 2025

Andrés Magnússon og Margrét selja snotra íbúð

Andrés Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu og fulltrúi ritstjóra blaðsins, og eiginkona hans, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, stofnandi og eigandi Moombix, hafa sett glæsilega íbúð sína í Hlíðunum í Reykjavík á sölu.

Andrés Magnússon og Margrét selja snotra íbúð

Heimili | 4. júní 2025

Hjónin Andrés Magnússon og Margrét Júlíana Sigurðardóttir.
Hjónin Andrés Magnússon og Margrét Júlíana Sigurðardóttir. mbl.is/Ólafur Árdal

Andrés Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu og fulltrúi ritstjóra blaðsins, og eiginkona hans, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, stofnandi og eigandi Moombix, hafa sett glæsilega íbúð sína í Hlíðunum í Reykjavík á sölu.

Andrés Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu og fulltrúi ritstjóra blaðsins, og eiginkona hans, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, stofnandi og eigandi Moombix, hafa sett glæsilega íbúð sína í Hlíðunum í Reykjavík á sölu.

Um er að ræða 175 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 1946. Húsið hefur að geyma öll þau helstu einkenni sem einkennir byggingarlist þess tíma. Hliðargluggi í borðstofunni er með frönskum-gluggum sem hleypa birtu inn í rýmið. 

Í borðstofunni er flygill og fallegur gluggi með frönskum gluggum.
Í borðstofunni er flygill og fallegur gluggi með frönskum gluggum.

Málað í glaðlegum litum 

Heimili hjónanna er hlýlegt og falleg og eru veggir málaðir í glaðlegum litum. Stofur eru bleikar og eldhús myntugrænt á meðan forstofan er í bláum lit.

Gengið er inn í bogadregið stigahús að íbúðinni. Komið er inn í snotra flísalagða forstofu með fatahengi þar sem er gestasnyrting. Í íbúðinni er aukin lofthæð og var hún endurnýjuð að hluta til fyrir tveimur árum. Á gólfum er vandað eikarparket frá Agli Árnasyni, sem flæðir á milli herbergja, stofu og gangs.

Stofan og borðstofa flæða saman án þess að vera einn …
Stofan og borðstofa flæða saman án þess að vera einn stór geimur.

20 ára gömul innrétting stenst tímans tönn 

Í eldhúsinu er grænblá sprautulökkuð innrétting með eikar-borðplötum sem sett var upp fyrir 20 árum. Í eldhúsinu er stór eyja sem hægt er að sitja við en við hana er áfast eldhúsborð. 

Eins og sá má er heimili hjónanna búið fallegum hlutum með sögu. Í stofunni er til dæmis flygill sem Margrét spilar á af innlifun. 

Í eldhúsinu er blágræn innrétting sem er orðin 20 ára …
Í eldhúsinu er blágræn innrétting sem er orðin 20 ára gömul en stenst þó tímans tönn.

Andrés fagnaði 60 ára afmæli á dögunum eins og greint var frá á Smartlandi: 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Miklabraut 48

mbl.is