Bandaríkin tvöfalda tolla á stál og ál

Bandaríkin tvöfalda tolla á stál og ál

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um tvöföldun tolla á innflutningi á stáli og áli úr 25% í 50%.

Bandaríkin tvöfalda tolla á stál og ál

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 4. júní 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um tvöföldun tolla á innflutningi á stáli og áli úr 25% í 50%.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um tvöföldun tolla á innflutningi á stáli og áli úr 25% í 50%.

Með þessari tilskipun hækka innflutningsgjöld á málmana, sem eru notaðir í allt frá bílum til niðursuðumatar, í annað sinn síðan í mars.

Trump hefur sagt að aðgerðirnar, sem tóku gildi í dag, séu ætlaðar til að tryggja framtíð bandaríska stáliðnaðarins.

Þrátt fyrir tvöföldun á tollum á stáli og áli mun innflutningur frá Bretlandi haldast 25 prósent í bili, á meðan báðir aðilar vinna að því að útfæra tolla og kvóta í samræmi við skilmála viðskiptasamnings síns.

Evrópusambandið hefur sagt að það harmi áætlun Trumps um að hækka tolla á stál og málma og varar við því að það grafi undan áframhaldandi viðleitni til að ná samningum við Bandaríkin. 

Víðtækir tollar sem Trump hefur komið á hefur valdið spennu í samskiptum Bandaríkjanna við viðskiptalönd sem sum hafa átt í samningaviðræðum um að komast hjá tollunum. Þó að sumir af víðtækustu tollum Trumps standi frammi fyrir lagalegum áskorunum hefur þeim verið leyft að vera í gildi í bili þar sem áfrýjunarferli er í gangi.

mbl.is