Hótel Flatey opnar dyr sínar á ný í dag og mun taka á móti gestum til 28. ágúst næstkomandi.
Hótel Flatey opnar dyr sínar á ný í dag og mun taka á móti gestum til 28. ágúst næstkomandi.
Hótel Flatey opnar dyr sínar á ný í dag og mun taka á móti gestum til 28. ágúst næstkomandi.
Mikil spenna hefur ríkt í bæjarfélaginu fyrir þessum degi ef marka má athugasemdir við færslu Söndru Nóttar Gunnarsdóttur hótelstjóra á Facebook-síðunni Flateyingar.
„Hæ, elsku Flateyingar!
Ég hef loksins smá tíma til að setja inn færslu og segja HÆÆ!
Við opnum í dag, 4. júní, (fyrstu gestirnir koma á morgun), svo við erum að leggja lokahönd á allt í dag og lokum svo 28. ágúst.
Ég er ótrúlega spennt að vera með ykkur hérna í sumar og hlakka mikið til,” skrifar Sandra Dögg meðal annars við færsluna.
Flatey er einstök náttúruperla staðsett í hjarta Breiðafjarðar sem vert er að heimsækja í sumar.
Hótel Flatey stendur í miðju gamla þorpsins og hefur um árabil verið eins konar samkomustaður bæjarbúa og ferðamanna.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði á hótelinu í sumar en fjölmargir tónlistarmenn ætla að kíkja í heimsókn og skemmta gestum og gangandi, en á meðal þeirra eru Valdimar Guðmundsson, Helgi Björnsson, Bubbi Morthens og Diddú.