Ekkert lát er á deilum bandarískra stjórnvalda við Columbia-háskóla í New York en nú hafa stjórnvöld lýst því yfir að skólinn uppfylli ekki viðurkenningarstaðla vegna þess að hann hafi ekki verndað nemendur sem eru gyðingar.
Ekkert lát er á deilum bandarískra stjórnvalda við Columbia-háskóla í New York en nú hafa stjórnvöld lýst því yfir að skólinn uppfylli ekki viðurkenningarstaðla vegna þess að hann hafi ekki verndað nemendur sem eru gyðingar.
Ekkert lát er á deilum bandarískra stjórnvalda við Columbia-háskóla í New York en nú hafa stjórnvöld lýst því yfir að skólinn uppfylli ekki viðurkenningarstaðla vegna þess að hann hafi ekki verndað nemendur sem eru gyðingar.
„Eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023 brást forysta Columbia-háskóla við með vísvitandi skeytingarleysi gagnvart áreitni gegn nemendum sem eru gyðingar á háskólasvæðinu,“ sagði Linda McMahon, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem gefin var út í dag.
Þá kom fram að ráðuneyti hennar hafi látið Middle States Commission on Higher Education, óháð samtök sem sinna viðurkenningarstarfsemi fyrir háskóla í Bandaríkjunum, vita um meint brot Columbia-háskólans.
Viðurkenning frá stofnuninni er nauðsynleg fyrir háskóla til að fá aðgang að ríkisstyrkjum fyrir nemendur, þar á meðal námsstyrkjum og námslánum.
Upp á síðkastið hafa margir virtustu háskólar Bandaríkjanna verið undir mikilli pressu frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans um að aðlaga skólastarf sitt að áherslum stjórnarinnar. Ef það er ekki gert eiga skólarnir á hættu að missa opinbera fjárstyrki.
Í mars tilkynntu skólastjórnendur í Colombia til að mynda viðamiklar breytingar á skólareglum í kjölfar þess að ríkisstjórn Trump hótaði að draga til baka styrki til skólans upp á samtals um 400 milljónir dollara vegna meints aðgerðaleysis skólayfirvalda gegn gyðingahatri í skólanum. Það jafngildir um 51 milljarði íslenskra króna.