Sonur Jolie og Pitt ofurölvi á hótelbar

Poppkúltúr | 4. júní 2025

Sonur Jolie og Pitt ofurölvi á hótelbar

Pax Thien Jolie-Pitt, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og virðast götuljósmyndarar elta hann á röndum í þeirri von að hann komi sér í ógöngur fyrir framan myndavélarnar.

Sonur Jolie og Pitt ofurölvi á hótelbar

Poppkúltúr | 4. júní 2025

Pax Thien Jolie-Pitt ásamt móður sinni, leikkonunni Angelinu Jolie.
Pax Thien Jolie-Pitt ásamt móður sinni, leikkonunni Angelinu Jolie. AFP/Frazer Harrison

Pax Thien Jolie-Pitt, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og virðast götuljósmyndarar elta hann á röndum í þeirri von að hann komi sér í ógöngur fyrir framan myndavélarnar.

Pax Thien Jolie-Pitt, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og virðast götuljósmyndarar elta hann á röndum í þeirri von að hann komi sér í ógöngur fyrir framan myndavélarnar.

Pax, sem varð 21 árs gamall síðla á síðasta ári og er nú kominn á löglegan drykkjualdur, hefur verið ansi iðinn við að sletta úr klaufunum síðustu mánuði og sést gjarnan á vinsælustu skemmtistöðum stjörnuborgarinnar Los Angeles.

Á laugardagskvöldið var Pax ljósmyndaður að yfirgefa hótelið Chateuau Marmont, sem er þekktur „hangistaður“ fræga fólksins, ásamt vinum sínum og var hann í heldur annarlegu ástandi og þurfti á aðstoð að halda til að standa í lappirnar.

Pax, sem var skælbrosandi og ansi sáttur með lífið og tilveruna, ef marka má myndir sem birtust á vefsíðu Page Six, var þó hvergi nærri hættur að djamma og endaði kvöldið á strippklúbbi, með seðlana á lofti.

Foreldrarnir áhyggjufullir

Jolie og Pitt eru sögð hafa miklar áhyggjur af hegðun sonar síns, en sá er sagður á góðri leið með að verða óreglumaður, og vilja að hann leiti sér hjálpar áður en ástandið versnar.

Pax, sem er næstelsta barn Jolie og Pitts, er sagður vilja feta í fótspor foreldra sinna og gerast leikari.

View this post on Instagram

A post shared by Page Six (@pagesix)

mbl.is