Er þetta mynstur að koma sterkt inn?

Fatastíllinn | 5. júní 2025

Er þetta mynstur að koma sterkt inn?

Heitasta mynstrið núna er ekki hlébarðamynstur eins og í fyrra heldur eru það doppur (e. polka dots). Þetta mynstur verður iðulega meira áberandi þegar líður á sumarið en er það nú meira en áður. 

Er þetta mynstur að koma sterkt inn?

Fatastíllinn | 5. júní 2025

Margir eru hræddir við mynstrið en það er algjör óþarfi.
Margir eru hræddir við mynstrið en það er algjör óþarfi. Samsett mynd

Heitasta mynstrið núna er ekki hlébarðamynstur eins og í fyrra heldur eru það doppur (e. polka dots). Þetta mynstur verður iðulega meira áberandi þegar líður á sumarið en er það nú meira en áður. 

Heitasta mynstrið núna er ekki hlébarðamynstur eins og í fyrra heldur eru það doppur (e. polka dots). Þetta mynstur verður iðulega meira áberandi þegar líður á sumarið en er það nú meira en áður. 

Þetta mynstur er vandmeðfarið og getur fljótt orðið leiðigjarnt. En flíkur í þessu mynstri geta einnig verið þær klassískustu og enst þér í mörg ár. Mikilvægt er að doppurnar séu smáar því um leið og þær verða of stórar er stutt í sirkusinn. 

Frá vor- og sumarlínu Saint Laurent fyrir árið 2025. Þunnur …
Frá vor- og sumarlínu Saint Laurent fyrir árið 2025. Þunnur frakki með doppóttu mynstri.

Doppóttar flíkur minna oft á föt Díönu prinsessu og kvenna í efri stéttum í Bretlandi. Þá voru skyrtur eða kjólar með stærri doppum og stórum axlarpúðum. 

Með Vilhjálm nýfæddan.
Með Vilhjálm nýfæddan. Skjáskot/Instagram
Hvítt efni með svörtum doppum í stærra lagi.
Hvítt efni með svörtum doppum í stærra lagi. Skjáskot/Instagram
Díana árið 1983.
Díana árið 1983. Skjáskot/Instagram


Því minni því betra

Klassískast er að hafa bakgrunninn í svörtum lit með hvítum doppum eða öfugt, svartar doppur á hvítu efni. Algengustu flíkurnar í mynstrinu eru kjólar, blússur úr silki- eða satínefni. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar flíkur með vel heppnuðu doppóttu mynstri.

Chiffon-kjóll úr Zöru sem kostar 13.995 kr.
Chiffon-kjóll úr Zöru sem kostar 13.995 kr.
Kvenlegur kjóll frá Polo Ralph Lauren sem fæst í Mathildu …
Kvenlegur kjóll frá Polo Ralph Lauren sem fæst í Mathildu og kostar 74.990 kr.
Síður kjóll úr Zöru sem kostar 5.595 kr.
Síður kjóll úr Zöru sem kostar 5.595 kr.
Blússa frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 16.990 kr.
Blússa frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 16.990 kr.
Stuttur kjóll úr Zöru sem kostar 13.995 kr.
Stuttur kjóll úr Zöru sem kostar 13.995 kr.
mbl.is